Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 51
53
að hún hefði orðið ríkisstjórninni nokkuð óhagstæðari og
jafnvel þótt svo hefði orðið og stjórnin ekki treyst sér til að
leika á vísitöluna, sem því svaraði, þá hafði hún alltaf í
hendi sinni að beita bráðabyrgðalögum til þess að fyrra
þjóðina alvarlegum voða. Búnaðarráðslögin voru því frum-
hlaup, óþarft, óvinsælt og óafsakanlegt í lýðfrjálsu landi.
Ovild sú, sem Búnaðarfélagi Islands og Búnaðarþingi hef-
ur Verið sýnd í þessum málum, má heita með eindæmum.
Eftir að það hefur lagt mikla vinnu í undirbúning og fram-
tíðarskipun þeirri, er vegið aftan að því á lúalegasta hátt
af klíku þeirri, er beitir stjórn Búnaðarsambands Suður-
iands fyrir sig. Ef bændur þeir, er þar eiga hlut að máli,
hefðu haft óbrjálaða stéttarmeðvitund, mundu þeir hafa lát-
ið óánægju sína og rökstuddar aðfinnslur í ljósi við Búnað-
arþing, og stóð þeim vitanlega opin leið að koma þar fram
með tillögur til breytinga á þeirri skipan, er Búnaðarþingið
lagði til að höfð yrði, en þeir völdu heldur bakdyrnar, þótt
þeim mætti vera það ljóst, að sú leið lægi beint til klofnings
og öngþveitis. Þessir gerfifulltrúar eru jafnvel svo starblind-
ir, að þeir virðast vera stórhneigslaðir yfir því, að Búnaðar-
þing skyldi leyfa sér að hafa nokkur afskipti af braski þeirra
og að bændur landsins skuli ekki falla þeim skilyrðislaust
til fóta og snúa baki við sínum kjörnu fulltrúum.
Þegar svo Búnaðarþingi, með mikilli sáttfýsi, hefur tekist
að bjarga samtökum bænda frá algerðum klofningi, skipar
ríkisstjórnin málunum algerlega eftir sínu höfði í skjóli
þess ágreinings, er orðið hafði og án þess að virða stéttar-
samtök bænda viðlits. Til þess svo að kóróna allan ósómann,
ganga klofningsspekúlantarnir og ýmsir stjórnarliðar ber-
serksgang og ausa Búnaðarfélag Islands og Búnaðarþing ó-
hróðri fyrir afskiptin af hagsmunamálum bænda.
Þetta verður ef til vill skiljanlegt sé þess gætt, að bak við
þennan áróður standa annars vegar vonsviknir menn, sem
eru að reyna að slá sér upp og ná sér niðri á gömlum sam-
herjum, en hins vegar þeir, sem eru fjandsamlegir stéttar-