Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 172
176
Árin 1916—1917 eru unnin dagsverk alls í deildinni 1158.
Eru þá greiddir 9 aurar á dagsverk, samkv; samþykkt aðal-
fundar 1918. Sigurður búfr. Baldvinsson hefur máls á því á
þessum fundi að fá mann með sláttuvél til að slá fyrir félags-
menn. Útaf því var síimþ. þessi tillaga; „Fundurinn heimilar
stjórn félagsins að lána einhverjum álitlegum manni hálft
verð sláttuvélar, allf að kr. 250,00, úr sjóðum þess, með því
skilyrði, að sá hinn sami slái tún og engjar fyrir félagsmenn
framvegis, eftir því sem ástæður leyfa.“
Mestur jarðabótamaður 1916—1917 var Sigurjón Frið-
bjarnarson (126 dv.), Magnús Sigurðssontá Grund (110 dv),
Otto Tulinius kaupm. með 105, Sveinn Sigurjónsson með
91 dv. og Jón Friðfinnsson með 74 cjv.
Árið 1918 eru unnin dagsverk aðeins 286,5. Greiddir 20
aurar á dv. Magnús á Grund er hæstur, með 50 dv., Stefán
skólameistari með 47 og Erlingur Friðjónsson með 31,3 dv.
Aðalfundargerð 1920 vantar í gerðabókina. Á aðalfundi
1921 er lögð fram jarðabótaskýrsla fyrir árið 1919. Var dags-
verkafjöldinn 745,8. Samþ. var á aðalfundi 1922, að greiða
35 aura á dagsverkið í jarðabótum ársins 1919. — Þessi árin
fyrstu, eftir fyrri heimsstyrjöldina, voru viðburðalítil í fé-
laginu.
Á aðalfundi 1923 er stjórninni falið að láta mæla jarða-
bætur, sem deildarmenn hafi látið vinna þrjú síðastliðin ár,
semja þar um skýrslu og senda Stjórnarráðinu liana, ásamt
beiðni um, að deildin fái sér veittan lögákveðinn styrk.
Þetta sýnir, að allmjög hefir verið áfátt um reglu í félaginu
þessi árin. Þá er samþykkt sú breyting á lögum félagsins
(4. gr.), að í stað orðanna: „Félagið kýs einn fulltriia á aðal-
fund Ræktunarfélagsins fyrir hverja 20 félaga,“ komi: „Fé-
lagið kýs svo marga lulltrúa á aðalfund Ræktunarfélagsins,
sem lög þess heimila." Væntanlegir fulltrúar fái staðfest-
ingu aðalfundar Rfj. á þessari breytingu.
Samþ. er og á þessum fundi að fela félagsstjórninni að