Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 111
114
Tel ég meira en sennilegt, að meiri og betri árangur hefði
náðst, ef ki ingumstæðurnar hefðu leyft að meira starfi og
ódreifðara hefði verið beint að verkefninu.
Engu lokamarki er náð, og yfirlit þetta ekki við slíkt mið-
að. Svo stendur nú á spori, að beinum afskiptum mínum af
þessum málum er lokið. Á nýjan hátt og með auknu afli
verður nú að gengið. Er auk annars þess að njóta, að afskipti
Búnaðarfélags Islands af rekstrinum mun nú verða beinni
og meiri en áður var. Lögum samkvæmt annast Verkfæra-
nefnd ríkisins starfsemina undir yfirstjórn Búnaðarfélags ís-
lands, en ekki virðist það hafa þótt nægilega viðunandi, því
að nú hefur viðhorfið verið stórum styrkt og tryggilegar um-
búið, með því að formaður stjórnar Búnaðafélags íslands
hefur tekið sæti í Verkfæranefnd, þessum málum til eflingar.
Árangur sá, sem þegar hefur náðst, er misjafn, en að sumu
leyti svo góður, að ég tel hann jafnvel glæsilegan. Að svo er
orðið er mörgurn að þakka, en mest þeim, sem hafa leyst
störfin af hendi, gætt vélanna og grafið skurðina. Þeim vil
ég öllum þakka vel unnin verk og góða samvinnu í hvívetna.
Handtök þeirra, bæði þegar bezt hefur gengið og þegar lítið
miðaði, eru sá reynslu-sjóður, sem nú er hægt að gefa út
ávísanir á, til að tryggja framkvæmdir næstu ára, að þær
verði meiri og betri en byrjunin. Formenn, og aðrir forráða-
menn þeirra félaga, er hafa tekið gröfurnar á leigu og staðið
að framkvæmdum, eiga einnig miklar þakkir skilið fyrir
bjartsýni og áhuga, en þó mest fyrir hin margvíslegu ómök,
sem þeir hafa á sig lagt til þess að sjá framkvæmdunum far-
borða. Mér er það alveg sérstaklega ljóst á hve miklu veltur
hver á heldur og annast þá forsjá á hverjum stað. Árangur-
inn hefur orðið í fullu samræmi við áhuga og átök þessara
aðila. Án þess að svo vel hefði verið um þessa hluti, sem
raun er á orðin, hefði forsjá og forusta Verkfæranefndar í
málinu orðið að litlu liði. En sem framkvæmdastjóri Véla-
sjóðs vil ég einnig þakka meðstarfsmönnum mínum í Verk-
færanefnd, á undanförnum árum, þeim Pálma Einarssyni