Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 146
150
6. september. En málinu er þá frestað, „og skyldi hver bæjar-
fulltrúi reyna til að fá þær upplýsingar, sem hægt er að afla
í öllu tilliti."
Á bæjarstjórnarfundi 22. nóv. 1892 urðu langar umræður
um málið og loks samþykkt „að leggja málið fyrir almennan
fund bæjarmanna, og ef þeir yrðu á þvf, að bærinn ætti að
kaupa eignina, að skrifa bankanum, hvort hann gæti lánað
bænum c. 13000 kr. fyrir fardaga."
Almenni fundurinn var haldinn 25. s. m. Urðu töluverð-
ar umræður um málið. Samþykkt var með öllum atkv. gegn
4 að kaupa Eyrarland með Kotá fyrir hér um bil 13,600,00
kr. Á næsta bæjarstjórnarfundi á eftir, 6. desbr. 1892, var
samþykkt í einu hljóði að kaupa þessar eignir fyrir c. 13
þús. kr. og oddvita falið að annast nauðsynlegar ráðstafanir
í þá átt.1)
Á bæjarstjórnarfundi 4. apríl 1893 tilkynnir bæjarfógeti,
að kaupsamningur um Eyrarland væri nú undirritaður. Var
mál þetta þá farsællega komið í höfn, og er enginn efi á því,
að Eyrarlandskaupin eru mesta happaverk, sem unnið hefir
verið fyrir Akureyrarbæ, og var það að þakka áhuga og
dugnaði Klemensar bæjarfógeta, er á margan hátt má telja
einhvern bezta forustumann um nauðsynjafyrirtæki í bæn-
um, bæði fyrr og síðar. Má óhætt fullyrða, að með komu
hans í bæinn hefjist vakningar- og framfaratímabil í sögu
kaupstaðarins.
En því er svo rækilega skýrt hér frá Eyrarlandskaupunum,
að óhugsandi voru nokkrar jarðræktarframkvæmdir í bæn-
um, án nokkurs bæjarlands, og voru jarðakaup þessi því
óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að jarðræktarfélag yrði
stofnað og gæti komið nokkru til leiðar hér í bænum.
Ég finn fyrsta sinni í blaði á Akureyri minnst á stofnun
jarðræktarfélags í bænum í „Stefni" 2. júní 1894 í grein, sem
heitir „Jarðyrkjufélag fyrir Akureyrarbœ“. Greinin er nafn-
1) Bæjarfulltrúar voru þá inir sömu, sem verið höfðu, þegar málið var
fyrst borið upp i bæjarstjórn.