Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 82
84
flutningi þeirra og samsetningu var lokið. Fer skýrsla um
rekstur þeirra sumarið 1945 hér á eftir. Þetta eru enskar
gröfur frá sömu verksmiðju eins og „gömlu“ gröfurnar frá
1942. Þær eru af tveimur mismunandi stærðum og skiptast
þannig á vinnustaði:
í Hrunamannahreppi, í Árnessýslu, og í Tungusveit
(Lýtingsstaðahreppi), í Skagafirði, fóru gröfur, sem nefnast
„Wolf“. Þær eru með 10 rúmfeta skóflu og nokkuð stærri,
þyngri og aflmeiri en „Cub“-vélarnar, eða um 10 smálestir.
Til Norðfjarðar ög í Þingið, í Húnavatnssýslu, fóru
„Cub“-vélar af nýrri gerð, en með jafnstórri skóflu (8 rúm-
fet) eins og gömlu „Gub“-vélarnar. Loks fór sams konar vél
til ísafjarðar.
Skurðgröfur Vélasjóðs 1945.
V-l. (Cub. A 3287.)
I Stafholtstungum, Borgarfirði. Húsmceðraskóli Borgar-
fjarðar og Búnaðarfélag Stafholtstungna.
Vinna hófst 15. maí. Unnið var að vegagerð heim að hús-
mæðraskólanum á Laugalandi, og framræslu skólalandsins
til 3. ágúst. 4. ágúst var grafan flutt að Hjarðarholti og unn-
ið þar og síðar á Hamraendum, unz vinnu var hætt 29. okt.
Var grafan flutt að Arnarholti og gengið þar frá henni 31.
okt.
15. maí til 24. júní unnu 2 menn með gröfunni, en 25.
júní til 3. ágúst 3 menn og voru þá höfð vaktaskipti. Úr því
unnu tveir menn, nema 8 daga, sem aðeins vann einn maður.
Starfstími vélarinnar er 145 dagar. Að greftri var unnið
meira eða minna í 113 daga, en 32 daga urðu þessar tafir:
Bilanir og tafir vegna þess að grafan festi sig 24 dagar.
Flutningur 8 dagar.
Alls var grafið:
Á Laugalandi 3.826 lengdarm., sem mældust 13.581 rúmm.