Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 52
54
samtökum bænda og telja þau pólitíska villutrú. Hugur
þessara síðartöldu, til bændasamtakanna, kemur ef til vill
ennþá betur í ljós í sambandi við annað mál — Búnaðar-
málasjóð — sem nú verður vikið að.
Lög um Búnaðarmálasjóð undirbúin og lögfest.
Frumvarp til laga um Búnaðarmálasjóð var samið af milli-
þinganefnd Búnaðarfélagsins. Áður en það var borið fram
á Alþingi, var það sent öllum búnaðarsamböndum og bún-
aðarfélögum til umsagnar. í greinargerð, sem fylgdi, voru
engin dul dregin á að fé sjóðsins skyldi varið til stéttar-
félagslegrar starfsemi Búnaðarfélags Islands og fyrst af öllu
til þess að koma upp húsi við hæfi félagsins í Reykjavík.
Málið fékk ágætar undirtektir um allt land og enginn á-
greiningur var um það, að fyrst af öllu bæri að koma upp
sómasamlegu félagshúsi, því öllum, sem til þekkja, er það
fullljóst að húsnæði það, sem félagið nú býr við, er algerlega
ófullnægjandi og óviðunandi og háir starfsemi félagsins stór-
lega, auk þess, sem telja má óverjandi að varðveita þar mörg
dýrmæt gögn, uppdrætti og önnur plögg, stórt bókaforlag
og dýrmætasta safn landbúnaðarrita, sem til er á landi hér,
sem þó kemur að litlum eða engum notum vegna þrengsl-
anna. Allir töldu sjálfsagt að úr þessu bæri að bæta og vildu
leggja því lið, nema ef til vill Alþingi, sem aldrei hefur
gefið nokkurn ádrátt um framlag til slíkrar byggingar, þótt
engum sé það skyldara vegna hinna margháttuðu fram-
kvæmda, sem ríkisvaldið liefur falið Búnaðarfélaginu og
hefur sú tilhögun orðið ríkinu mjög hagkvæm. Um þetta
þarf ekki að fjölyrða. Fjárráð ríkisins hafa líka lengst af
verið þröng og þess varla að vænta, að það legði fram fé til
byggingar Búnaðarfélagsins meðan stjórnarráðið sjálft verð-
ur að búa við ófullnægjandi og óhentug húsakynni. Það
eru því algerð nýmæli, sem vissir alþingismenn láta nú skína
í, að auðvelt muni að fá fé úr ríkissjóði til byggingar Bún-