Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 62
64
þá eru þau mjög auðfundin í greinum þeim er Jón Pálma-
son á Akri hefur ritað í Moríunblaðið og ísafold os: um-
mælum þeim, er hann þar hefur haft um Búnaðarfélag ís-
lands, Búnaðarþing og hagsmunasamtök bænda. Ymsir hafa
gleypt við þessu og sungið sama sönginn, annað hvort af
sömu hvötum og þingmaðurinn eða af einskærri trúgirni
og fáfræði. Hirði ég ekki að elta ólar við allar þær útgáfur
af rógburðinum, með því líka að þær eru aðeins endurtekn-
ingar á frumútgáfunni, nefndaráliti því, er ég hér hef gagn-
rýnt.
Tillaga þeirra Jóns Pálmasonar og Sigurðar Guðnasonar
gerbreytir Búnaðarmálasjóðslögunum, tilgangi sjóðsins og
meðferð. Hún er ósvífin árás á Bún.fél. Islands og Búnaðar-
þing og vitnar um lítilsvirðingu á vilja bænda og allsherjar-
samtökum þeirra. Hún er tilraun til að kljúfa samtök bænda
og hindra að þeir, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, taki
höndum saman um hagsmunamál sín, og loks er hún skrípa-
leikur, þar sem ríkið leggur ákveðinn skatt á framleiðslu
bænda til þess eins að geta sent þeim heim í hérað, með skil-
yrðum, sömu upphæð aftur. Um þetta hafa bændur ekki
beðið, og vafalaust væri hægt að auka tekjur sambandanna
eftir þörfum á hverjum stað, á miklu auðveldari og eðlilegri
liátt.
Síðustu fréttir af þessu máli eru þær, að neðri deild Al-
þingis hefur samþykkt, með litlum meirihluta þó, breyt-
ingar þeirra Jóns Pálmasonar og Sigurðar Guðnasonar á
Búnaðarmálasjóðslögunum, en tillögur, um að vísa málinu
aftur til umsagnar sambandanna og eins að vísa því til ríkis-
stjórnarinnar voru felldar. Það virðist því nú hægt að dæma
með allsterkum líkum, hvaða afgreiðslu málið muni fá á
Alþingi, þótt enn sé ekki útilokað, að gætnari og hyggnari
menn stjórnarliðsins spyrni við fótunr eða sjái sig um hönd.
Sumir liðsmenn rikisstjórnarinnar eru nú teknir að hampa
því, að þetta sé smámál, sem alltof mikill úlfaþytur hafi