Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 21
23
um útbúnaði upp. Um heyverkunaraðferðina þykist ég geta
sagt þetta:
Það er algerlega undir loftrakanum komið, hve fljótt
gengur að þurrka. Sé loftið mettað raka, en svo getur oft
verið, þótt úrfelli sé ekki, þá þurrkar það alls ekki og er
þá vafasamur vinningur að blása. Æskilegt er að styðjast við
rakamælingar þegar blásið er, en ella ber að hafa það hug-
fast, að landátt er venjulega þurr, hafátt rök. Rakarými
loftsins eykst með vaxandi hita, en verður fljótt mettað
þegar hitinn lækkar til rnuna. Nú er það alkunnugt að lofts-
lag það, sem við búum við, er fremur kalt á sumrum og
rakt. Súgþurrkun, með óupphituðu lofti, hlýtur því í ó-
þurrkatíð að taka langan tíma. Þess vegna þori ég ekki að
fullyrða, að súgþurrkun dugi eða gefi góðan árangur ef um
hrátt kraftmikið gras er að ræða. í þurrkatíð getur þetta
vafalaust gengið vel. Líka er hægt að láta hitna í heyinu og
blása svo hitanum úr. Tekur hann þá með sér mikinn raka,
en þessu fylgir líka vafalaust mikið tap. Með blæstrinum er
auðvelt að hindra hita, en þá er hætt við að þurrkunin gangi
svo seint að heyið mygli. Þetta horfir allt öðruvísi við ef
hægt er að hálfþurrka úti, áður en heyið er tekið inn í súg-
hlöðuna. Öndunarstarfsemi heyfrumanna er þá orðin mjög
hæg og rakinn ófullnægjandi fyrir öra myglumyndun. Efna-
tap og skemmdir þurfa því ekki að verða teljandi, þótt seint
gangi að fullþurrka heyið, en það getur tekið fullkomlega
þrjár vikur, eftir reynslunni hér í Gróðrarstöðinn í sumar.
Þótt gengið sé út frá því að hefja ekki súgþurrkunina
fyrr en heyið er hálfþurrt, eða með 40—45% vatni, þá getur
hún samt verið stórkostlegt hagræði. Einmitt þegar heyið er
komið á þetta stig fer hættan á heyskemmdum í vöxt við úti-
þurrkun og þá hefst líka oft og tíðum aðalvinnan við þurrk-
unina, sem er fólgin í endurteknum breiðslumogsamantekn-
ingum. Hins vegar ekki mikill munur á því að aka heyinu
heim hálfþurru eða þurru. Með súgþurrkunarútbúnaði má
hafa fullt vald á hita í hlöðunni. Sé djarft hirt, svo mikill