Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 150
154
ist ljóst, hvenær félagið er stofnað. Félagið er stofnað 5. maí
1896; þess vegna er reikningurinn talinn frá þeim degi. —
Samkvæmt reikningi þessum eru félagsmenn 22 og Bæj-
arfélag Akureyrar 23. félaginn. Árgjaldið er 2 kr. — Styrkur
úr landssjóði nemur kr. 96.20. Meðal útborgana, en þær
nema alls á þessu ári kr. 11,35, eru kr. 5,00 til Björns Jóns-
sonar prentara fyrir prentun á lögum félagsins, en hvergi
finnast nú þessi prentuðu félagslög. — I árslok (þ. e. 12. apr.
1897) á félagið í sjóði kr. 130,85, en þá er eftir að ráðstafa
búnaðarstyrknum.
Áf öðrum plöggum félagsins á lausum blöðum, komnum
úr dánarbúi Þórðar gullsmiðs, verður ljóst, að stjórn félags-
ns 16. nóv. 1898 skipa: Friðbjörn Steinsson bóksali, sem er
formaður, Páll amtmaður Briem, skrifari, og Þórður gull-
smiður Thorarensen, gjaldkeri. Má nokkurn veginn ráða af
ýmsum blöðum félagsins frá þessum árum, að þessir menn
hafi átt sæti í stjórn félagsins frá stofnun þess1 2 3 4 5 6) til vorsins
1904 (samfleytt 8 ár), en þá um haustið fluttist Páll Briem
til Rvíkur. Friðbjörn er þá kosinn form. áfram, en Þórður
hefir skorast undan kosningu.
Stofnendur Jarðræktarfélagsins á fundi 5. maí 1896 veit
ég ekki hvað voru margir, en á reikningi félagsins fyrsta ár-
ið eru færð til tekna árgjöld 23 félaga, sem fyrr segir.
Þessir félagar virðast, eftir plöggum félagsins, hafa verið
(taldir eftir stafrofsröð):
1. Árni Jónsson útvegSbóndi,
2. Bæjarfélag Akureyrar,
3. Carl Holm verzlunarm.,
4. Eggert Laxdal verzlunarstj.,
5. Friðbjörn Steinsson bóksali,
6. Friðrik Kristjánsson, verzlunarm.,
1) Þessi þriggja manna stjórn undirritar skýrslu urn fé það, sem félagið
úthlutar, samkv. fundarsamþykkt 12. apríl 1897, meðal félagsmanna fyrir
jarðrækt og jarðabætur árið 1896.