Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 59
61
vera það ljóst, að þetta ákvæði, sem sett var á síðasta þingi,
yrði ekki numið brott á þessu þingi að óbreyttum lögunum
að öðru leyti.
Eg hygg þess séu mörg dæmi, að lögum hafi verið breytt
þegar á næsta þingi eftir að þau voru sett. Þar um ræður
vitanlega það eitt, livort nógu margir alþingismenn telja
breytinguna réttmæta en eigi það, hve lengi hún hefur staðið
í lögum. Þannig var. ákvæðið um, að landbúnaðarráðherra
skyldi samþykkja val búnaðarmálastjóra, numið úr jarðrækt-
arlögunum á næsta þingi eftir að það var sett, og fleiri á-
kvæði, sem bændur voru óánægðir með, og þar sem bændur
mjög almennt og Búnaðarþing höfðu lýst óánægju sinni
yfir ákvæði því, sem hér um ræðir, sé ég eigi, því hefði átt
að fresta að fá það afnumð. Var ekki ósennilegt, að meiri-
hluti Alþingis vildi taka nokkurt tillit til almenns vilja
bænda og fulltrúa þeirra. Fyrir flutningsmönnum frum-
varpsins á Alþingi gat naumast vakað nokkur kosningaáróð-
ur, því þeir flytja það samkvæmt ósk fjölmargra bænda og
Búnaðarþings. Hugsanlegt er, að nota málið óbreytt sem
kosningamál, en auðvelt að fyrirbyggja það með því að sam-
þykkja frumvarp þeirra Bjarna Ásgeirssonar og Jóns á Reyni-
stað. En úr því að minst var á kosningaáróður, þá mætti
segja mér, að eitthvað því líkt liggi til grundvallar fyrir til-
lögu þeirra Sigurðar Guðnasonar og Jóns á Akri. I greinar-
gerð þeirra er látlaust alið á þeirri firru, að Búnaðarþingið
hafi ætlað að byggja hótel í Reykjavík fyrir fé sjóðsins og
láta pólitíska búnaðarþingsmenn éta hann út á snakkfund-
um og ferðalögum um landið. En svo koma þeir tillögu-
mennirnir til skjalanna, hrifsa sjóðinn úr höndum þessara
fjárglæframanna og afhenda hann bændum, svo þeir geti
ræst fram lönd sín og ræktað, keypt vélar, leitt rafurmagn,
byggt upp bæi sína og fleira. Það er vandi að sjá, hvort má
sín meira, góðvildin eða rausnin hjá þessum háttvirtu þing-
mönnum. Góðvildin lýsir sér í því, að reynt er að rægja og
ófrægja fulltrúa bænda á Búnaðarþingi. Það er gefið í skyn,