Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 122
2. Búnaðarfélag Öngulsstaðahrepps.
3. Búnaðarfélag Saurbæjar- og Hrafnagilshrepps.
4. Búnaðarfélag Glæsibaijar-, Öxnadals- og Skriðuhrepps.
5. Búnaðarfélag Arnarnesshrepps og Arskógsstrandar.
6. Búnaðarfélag Svarfdala.
Búnaðarfélög Hríseyjar, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Gríms-
eyjar og Jarðræktarfélag Akureyrar telur fundurinn að geti
aðeins orðið út af fyrir sig með ræktunarsamþykktir, eða í
samvinnu við hlutaðeigandi kaupstaði."
b. „Aðalfundur Búnaðarsambands F.yjafjarðar telur æski-
legt og vill beina því til Kaupfélags Eyfirðinga, að það taki
að sér fyrst og fremst útvegun varahluta til véla þeirra, er
reknar verða á vegum ræktunarsamþykktafélaga á sambands-
svæðinu, og ennfremur viðgerðir á þeim.“
Tillaga a. samþykkt í einu hljóði; tillaga b. sömuleiðis.
c. „Aðalfundur Búnaðarsamb. F.yjafjarðar, haldinn dag-
ana 1. og 2. febrúar 1946, skorar á hið háa Alþingi, að gera
svofellda breytingu á lögum um jarðræktar- og húsagerðar-
samþykktir í sveitum, nr. 7, 12. jan. 1945:
I 10. gr. laganna, á eftir orðunum „og sé þar með talið
hæfilegt viðhalds- og fyrningargjald, er miðist við,“ komi:
,,að það nægi til að endurnýia fjárframlag Framkvæmdasjóðs
ríkisins, til verkfærakaupanaa.“ En orðin: „að það nægi til
að endurnýja vélar og verkfæri, jafnóðum og þau verða ó-
nothæf,“ falli burtu“
Samþykkt samhljóða.
d. „Þar sem samvinnubyggingarfélag er starfandi á sam-
bandssvæðinu, telur fundurinn eðlilegast, að það hafi með
höndum húsagerðarsamþykktir á grundvelli laga nr. 7, 12.
jan. 1945, um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit-
um.“
Samþykkt í einu hljóði.
12. Álit allsherjarnefndar. Formaður nefndarinnar, Björn
Jóhannsson, hafði framsögu. Að loknum umræðum voru
eftirfarandi tillögur samþykktar með öllum greiddum atkv.: