Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 128
131
II. Grafið í Öngulstaðarhreppi:
1. Syðra-Laugalandi framræst 378 rúmnr.
2. Þverá ................. 4645 —
Samtals 5023 rúmnr.
Önnur framræsla í Svarfaðardal og Öngulstaðahreppi á
vegum Vélasjóðs er mestmegnis engjaskurðir, en þó að ta's-
verðu leyti hvort tveggja, ræktunarskurðir og engjaskurðir.
Að sinni er ekki ástæða til að ræða lrér frekar þessa fram-
ræslu, þar sem formaður og fráfarandi framkvæmdars' jói i
Verkfæranefndar ríkisins hefir gert ýtarlega grein fyrir
henni á öðrum stað hér í ritinu.
Viðvíkjandi heildarframræslu hér í Eyjafirði, vissum við
auðvitað, að sporið var stórt hin tvö síðustu ár, en saman-
burður sá, sem ég hefi gert á þessum framkvæmdum síðustu
15 ár, sannar greinilega, hvað þróunin var hægfara áður en
vélatæknin kom til sögunnar á þessu sviði, og það er ónóg
þurrkun landsins, sem hefir ekki aðeins viðhaldið slærnri
ræktun, heldur lireint og beint hindrað ræktunarfram-
kvæmdir í mörgum tilfellum (t. d. Kræklingahlíð). Það er
ennfremur ljóst, að framræslan hér í Eyjafirði þarf að vera
meiri en 100 þúsund rúmmetrar á ári, ef hún á að komast í
viðunandi horf og við eigum að fá fullþurrkað beiti- og rækt-
unarland á sambandssvæðinu næstu ár. Þetta er því aðeins
byrjun þess mikla verks, sem fram undan er. Þess vegna er
það ánægjulegt og gott fordæmi, er bændur í Öngulstaða-
hreppi hafa gefið, með því að kaupa skurðgröfu til fram-
ræslu. Vonandi koma fleiri búnaðarfélög á eftir.
Garðrœktin. Sumurin 1943 og 1944 fór kartöflurækt mjög
minnkandi á sambandssvæðinu, eins og víðar á landinu,
vegna óhagstæðrar veðráttu, sérstaklega hamlaði það sprettu
norðan- og austanlands, hvað næturfrost komu snemma sum-
ars. — Austan megin Eyjafjarðar var þó upskera nær meðal-
9*