Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 166
170
gengu inn í félagið Marteinn Bjarnarson frkvstj., Stefán
kaupm. Sigurðsson og Sigurður bókbindari Sigurðsson. —
Nefndin, sem kosin hafði verið næsta vor á undan til að
gera till. um hagnýtingu jarðabótastyrksins, lagði nú fram
till. sínar, og voru jrær á þessa leið:
1. Að félagsstjórn sé falið að ráða rnenn, einn eða fleiri,
með hestum og verkfærum, til þess að stjórna og vinna hjá
félagsmönnum að jarðabótum þeim, sem styrktar eru úr
landssjóði. Félagsmenn skulu tilkynna félagsstjórn fyrir 1.
marz, hve mörg dagsverk þeir vilja láta vinna hjá sér á næsta
surnri.
2. Helmingur af kaupi þessara manna verði greiddur úr
félagssjóði.
3. Skylt skal hverjum fél.manni, er fær verkstjóra hjá fé-
laginu, að láta að minnsta kosti tvo rnenn vinna með honum.
4. Félagið heitir þrennum verðlaunum þeim félagsmönn-
um, er fram úr skara í grasrækt, kartöflurækt og fóðurrófna-
rækt, einum í hverri grein, og skulu hve verðlaun vera allt
að 25 kr.
Stjórnin skal semja reglur um úthlutun verðlaunanna og
auglýsa þær meðal félagsmanna. Verðlaunaveitingin skal
vera m. a. því skilyrði bundin, að verðlaunaumsókn fylgi ná-
kvæm skýrsla unr yrkingu þá, sem um er að ræða, og afurðir
af henni, svo að séð verði, live arðvænleg hún er og viturlega
til Iiennar stofnað. Samkvæmt tillögum þessum var leitast
um það meðal félagsmanna, hve mikla vinnu þeir vildu fá.
Samþykkt var, að heimila stjórninni að ráða verkstjóra, einn
eða fleiri, ef félagsnrenn óski eftir 50 dagsverkum eða meira.
Beðið var þegar á fundinunr unr vinnu, er nam 120 dags-
verkum.
Guðbirni Björnssyni var á þessum fundi falið að grennsl-
ast eftir því, lrverjar framkvænrdir væri orðnar í þessu nráli
hjá Verkamannafélaginu í bænum.
í janúarmánuði heldur stjórn deildarinnar fund nreð sér,
og er þá ákveðið að ráða tvo eða þrjá verkstjóra við jarða-