Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 33
35
heiminum og þar af leiðandi hafi landbunaður hér, í stríðs-
byrjun, skort tilfinnanlega tækni og skipulag, verið frum-
stæður, úreltur og framleitt lélega vöru með allt of miklum
tilkostnaði. Til eru jafnvel menn, sem telja landbúnað vorn
standa á svo lágu stigi, að í raun og veru sé öll landbúnaðar-
framleiðsla vor óæti og bændurnir Klepptækir, en af flestum
athugulli mönnum mun þessi nýja háspeki talin forskrúfuð,
en því verður ekki neitað, að kenningin um dugleysi bú-
fræðinganna og ófremdarástand landbúnaðarins hefur feng-
ið dágóðan hljómgrunn í bæjum og þorpum, og þó einkan-
lega í höfuðborginni. Virðist svo, sem því meira sem sukkið,
óreiðan og hin heimatilbúna verðból<ra hefur orðið á hverj-
um stað. því meiri nauðsyn hafi það bótt, að blekkja lýðinn
með ópi 07 ásökunum í garð landbúnaðarins.
Það er mjög athyglisvert í bví mo'dviðri, sem stríðsástand-
ið og fjárausturinn, er því fylgdi, hefur þyrlað upp, hve
fljótt allur fjöldinn gleymir því, sem var. Þannig virðast
margir ekki leneur gera neinn greinarmun á nútímanum
og árunum fyrir stríðið oe beir, sem ásaka nú forráðamenn
landbúnaðarins mest um fákænsku 07 framtaksleysi, virðast
annað tveggja hafa fflevmt, eða ekki vilja muna, hvernig við-
skiptamálum þjóðarinnar var háttað á tímabilinu 1930—
1940, og hvaða framleiðslustefnur voru uppi bæði hér og
annars staðar á því tímabili. Opinberar skýrslur sýna þó, að
á þessu tíu ára tímabili kaupa bændur um 80 dráttarvélar,
sem flestar munu hafa verið notaðar við jarðvrkju og reknar
af búnaðarfélöffum. Þá eru kevptar um 2600 sláttuvélar
og yfir 1000 rakstrarvélar auk fjölda af öðrum jarðyrkju-
og heyvinnuáhöldum. Þetta er mjög athyglisvert, þegar þess
er gætt, að á þessu árabili skellur yfir landbúnað vorn ein
sú hatramasta verðkreppa, sem komið hefur á þessari öld.
Auðvitað var stærð og gerð véla þeirra, er keyptar voru á
þessu tímabili, nær eingöngu miðuð við dráttargetu ís-
lenzku hestanna. Ekki vegna þess, að ráðunautar bændanna
þekktu ekki hentugar aflvélar, er komið gætu í stað hest-
3*