Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 78
80
kaup á skurðgröfum og öðrum ræktunarvélum, sem nauðsynlegar eru við
stærri ræktunarframkvæmdir, svo og að gefa leiðbeiningar um meðferð og
rekstur vélanna.
4. gr.
33. gr. laganna orðist svo:
Kostnaður við tilraunir þær, sem gert er ráð fyrir í 32. gr., staflið 1, þar
með talinn rekstrarkostnaður vélanna á meðan tilraunir standa yfir, greiðist
af rekstrarfé Vélasjóðs.
5. gr.
34. gr. laganna orðist svo:
Nú leyfir fjárhagur Vélasjóðs ekki, að hann kaupi nægilega margar vélar
til þess að halda uppi þeirri starfsemi, sem tilgreind er í 32. gr., svo viðun-
andi sé, og leggur þá ríkissjóður fram það, sem á vantar til kaupa á slíkum
vélum, eftir því sem fé er veitt til þess í fjárlögum, að fengnum rökstuddum
samhljóða tillögum Verkfæranefndar og meðmælum Búnaðarfélags Islands.
Vélar þær, sem þannig eru keyptar, verða eign Vélasjóðs og falla til starf-
semi hans.
6. gr.
35. gr. laganna orðist svo:
Landþurrkunar og áveitufélög, sem stöfnuð eru samkvæmt fyrirmælum
vatnalaga, nr. 15 frá 23. júní 1923, 4. og 8. kafla, hafa rétt til þess að fá
skurðgröfur og jarðræktarvélar Vélasjóðs leigðar, eftir því sem ástæður leyfa
og Verkfæranefnd ákveður. Hið sama gildir um búnaðarsambönd, hreppa-
búnaðarfélög, bæjar- og sveitarfélög, enda hafi Búnaðarfélag íslands ávallt
gert fullkomnar áætlanir um framkvæmdir þær, er gera skal, og annazt
undirbúning þeirra.
7. gr.
36. gr. laganna orðist svo:
Leiga fyrir vélar þær, er Vélasjóður selur á leigu samkvæmt 32. gr., staf-
lið 2, skal miðuð við, að hún nægi til þess að greiða eðlilegt viðhald vélanna,
Um leigukjör og starfrækslu leiguvéla skal nánar ákveðið í reglugerð.
Þá er Vélasjóður tekur að sér framkvæmdir samkvæint 32. gr., staflið 3
og 4, skulu viðkomandi aðilar greiða allan reksturskostnað og auk þess leigu
fyrir vélar þær, sem notaðar eru við vinnuna, er samsvari því, er um leigu-
vélar er að ræða.
8. gr.
37. gr. laganna orðist svo:
Ríkissjóður greiðir ]/s kostnaðar við ræktunarumbætur þær, sem gerðar eru