Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 48
50
efla hagsmunasamtök sín. Þessir herrar virðast ekki heldur
skilja, að tilgangur hagsmunasamtaka er ekki og á ekki að
vera sá einn að heyja harðvítuga kröfupólitík. Stéttasam-
bandi bænda bíður geysimikið og vandasamt starf, sem er að
skipuleggja framleiðsluna, koma á eðlilegri verkaskiptingu
um hagnýtingu náttúrugæða og markaða, jafna verð, finna
öruggan og stöðugan verðgrundvöll og bæta vörurnar og
hagnýtingu þeirra. Ef bændur liefðu haft með sér öflug og
almenn hagsmunasamtök á árunum eftir 1930, hefði að öll-
um líkindum mátt komast hjá landbúnaðarkreppunni og
öngþveiti því, er af henni leiddi. Það er fjarri því, að stétta-
samtök þurfi endilega að reka einhliða kröfupólitík, og því
minni hætta er á þessu, sem stéttin er betur félagslega þrosk-
uð og gerir meiri kröfur til sjálfrar sín.
Þeir, sem eru andvígir því, að bændur hafi samtök um
hagsmunamál sín, hljóta að vera þeirrar skoðunar, að ríkis-
valdið eitt eigi að fjalla um þau, en þá verða þeir einnig að
gera sömu kröfur til annarra stétta, því að öðrum kosti mega
þeir búast við því að á þá verði litið sem viðundur.
Hér skal nú vikið aftur að búnaðarráðslögunum, og verð-
ur eigi hjá því kornizt að gagnrýna þau nokkuð. Þau eru
sett vegna þess, að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi taldi verð-
lagslög þau, sem byggð voru á sexmannaálitinu, úr gildi
fallin, þegar stríðinu í Evrópu lauk, en í lögunum stendur,
að þau skuli í gildi meðan stríðsástandið í Evrópu haldist.
Rökrétt ályktun af þessu er, að stjórninni bar þá að hætta
öllum afskiptum af verðskráningu landbúnaðarvara, en með
setningu búnaðarráðslaganna viðurkennir ríkisstjórnin, að
enn sé ástandið þannig, að hún verði að hafa mikil afskipti
og íhlutun um þessi mál. Hvaða ástand gat valdið þessu
annað en það, sem stríðið hafði skapað? Bráðabirgðalögin
eru því hrein mótsögn við skilning stjórnarinnar á verðlags-
lögunum og sexmannaálitinu.
Því hefur verið haldið fram, að með skipun Búnaðarráðs