Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 107
110
kr. ef greitt hefði verið 50 aura gjald fyrir hvern grafinn
rúmm. Raunverulega eru þær minni, því að leiga var eigi
greidd fyrr en eftir að „skurðgröfulögin" frá 1943 gengu í
gildi.
Afkoma Vélasjóðs 1942—45 sýnir, að þegar allt viðhald
véla er greitt, endurnýjun á hlerum, sem sumstaðar er mjög
tilfinnanlegt atriði, o. s. frv., verður afgangurinn í rýrara
lagi til þess að hægt sé að afskrifa vélarnar nægilega mikið.
En þess er um leið að gæta, að vélarnar eru flestar keyptar
þegar verðlag var sem allra hæst og flutningsgjöld eigi síður.
Það er því ekkert einsdæmi, síður en svo, þótt fella verði
vélarnar í verði meira en sem nemur þeim vinnutekjum,
sem fyrir hendi eru til afskriftar. Af þessu má þó sjá, að
leigan er alls ekki of há, og þótt segja megi að hún sé ekki
alls kostar réttlát eða komi fyllilega sanngjarnlega niður,
sökum þess að ekki er tekið neitt tillit til vinnuafkasta, hef
ég ekki komið auga á líklegxi leigukjör, né jafnaðarlegri.
Einn af mestu erfiðleikunum við að sjá skurðgröfurekstr-
inum farborða á undanförnum árum, var hin mikla vöntun
á varahlutum og hversu erfitt hefur verið að ráða bót á
henni. Nú er óðum að greiðast úr þessu, og þótt viðgerðir
aukist brátt á elztu gröfunum, verður viðhald þeirra stórum
auðveldara framvegis, ef heppilega er á haldið.
Vélasjóður fær nú árlegt framlag úr ríkissjóði, 50 þús. kr.
Fé þetta er ætlað til þess að standast straum af eftirliti, um-
sjónarkostnaði og öðrurn sameiginlegum kostnaði við rekst-
ur sjóðsins og þeirra véla, sem liann á. Ennfremur til að
greiða kostnað við milliflutninga o. fl. þess háttar, sem oft
getur verið þess eðlis, að ekki sé hægt eða sanngjarnt að
greiða það í sambandi við ákveðinn rekstur eða ákveðið
fyrirtæki.
Undanfarið hefur þetta verið viðunandi, rnest sökum þess
að framkvæmdastjórn Vélasjóðs og skurðgrafanna hefur ver-
ið aukastarf við lítinn kost, og með litlum tilkostnaði. Nú
mun þesstt verða breytt. Sérstakur framkvæmdastjóri hafa