Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 110
113
fyrst og fremst að nota ýtuna til þess að dreifa hinum miklu
ruðningum, sem komu upp úr vélgröfnu skurðunum, og ó-
hugsandi var að dreifa með handafli.
Ýta Vélasjóðs tók til starfa í Garðaflóa á Akranesi 14. ágúst
1943. Kom þegar í ljós, að vinnubrögð hennar voru hin
beztu, sem á varð kosið, bæði við að dreifa ruðningnum og
við að jafna þá sem ræktunarvegi. Síðar var unnið með ýt-
unni við vegagerð, og sumarið 1944 að því að lagfæra farveg
Hjaltadalsár í Skagafirði. Vél þessi var International TD 9,
dráttarvél 38, 88 hestafla (til dráttar) með Bucyrus Erie 10
feta ýtu með vökvaþrýstiútbúnaði. Þyngd vélar með ýtu var
6950 kg.
Sumarið 1944 reyndi Verkfæranefnd einnig fyrstu jarð-
ýtuna af minni gerð. Það er dráttarvél TD 6, 29, 45 hestafla,
með 8.5 feta ýtu. Sú reynsla leiddi í ljós, það sem áður var
mjög dregið í efa, að þessar litlu jarðýtur eru vel viðunandi
að stærð og afli til að vinna að margvíslegum framkvæmd-
um, svo að not slíkra véla eru alls ekki bundin við hinar
stærri gerðir eingöngu. Kemur það sér vel mjög víða, þar
sem verkefni, aðstaða eða fjárhagur leyfir ekki not hinna
stærri og dýrari véla.
Er nú lokið þessum þáttum, sem í raun og veru eru aðeins
lauslegt yfirlit yfir eina grein hinna margvíslegu fram-
kvæmda, sem bændur hafa starfað að á undanförnum árum
með mikilli bjartsýni og töluverðum dugnaði.
Nokkur tilviljun og tilfinnanleg vöntun á heppilegum
starfskröftum, hefur meðal annars valdið því, að ég hef ver-
ið meira og lengur við þessar framkvæmdir riðinn, en ég í
upphafi ætlaði mér, og til var ætlast. Margvísleg störf önnur
hafa valdið því, að mér varð oft erfitt um vik að sinna fram-
kvæmdum Vélasjóðs — sérstaklega skurðgröfunum — eins
vel og ég vildi, og með eins föstum tökum og þörf krafði.
8