Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 165
169
Tímabilið 1905-1927.
Nú vai' Jarðræk-tarfélag Akureyrar orðið deild í Ræktunar-
lélagi Norðurlands. Fulltrúar voru kosnir á ári hverju á að-
alfund Ræktunarfélagsins. Þeir, sem fengu flest atkvæði til
fulltrúakjörs, skyldu skipa stjórn deildarinnar næsta ár. Virð-
ist þessu hafa verið svo hagað til þess að stjóm deildarinnar
stæði alltaf í sem nánustu sambandi við Ræktunarfélagið, og
var það vel til fundið, þar sem Rfj. hafði frá stofnun veitt
Jarðræktarfélaginu veigamikinn styrk til starfa, með marg-
háttuðum áhrifum.
A haustfundi 1905 var lögð fram skrá um áhöld og efni,
sem félagsmenn eiga kost á að láta félagið kaupa handa sér.
Stjórnin tekur á rnóti pöntunum, og annast þeir Jretta Magn-
ús Kristjánsson fyrir innbæinn og Jón Þ. Kristjánsson fyrir
útbæinn.
A aðalfundi 1906 var enn samþykkt að úthluta 20 aurum
fyrir hvert dagsverk, sem unnið liefir verið í félaginu s. 1.
ár, en jafnframt kosin nefnd til að athuga fyrir íuesta haust-
fund, hvort ekki væri betra að verja styrknum á annan hátt
en að útbýta honum til félagsmanna. Kosnir voru Stefán
Stefánsson alþm. og kennari, Friðrik bankastjóri Kristjáns-
son og Aðalsteirm Halldórsson tóvélarstjóri.
Enn var tekið upp á þessum fundi kúabúsmálið. (sjá áður)
Var samþykkt, að stjórnin boðaði til fundar um það. — I
stjórn voru nú kosnir: Friðbjörn Steinsson (endurkosinn) og
þeir Björn prentari Jónsson og Friðrik Kristjánsson banka-
stjóri, en úr gengu þeir Aðalsteinn Halldórsson og Sigurður
járnsmiður Sigurðsson. Stefán kennari og alþm. Stefánsson
gekk í deildina.
Jarðabótaframkvæmdir í félaginu árið 1905 urðu miklu
nrinni en árið áður, samt. 748 dagsverk. Magnús Kristjáns-
son alþm. hafði nú látið vinna mest allra (162 dv.), Magnús
Jónsson í Garði 132 dv., Sigurður járnsm. Sigurðsson 100 dv.
Voru þessir þrír langhæstir. Á aukafundi 28. desbr. 1906