Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 29
31
Var sáð dálitlu af gömlu trjáfræi, og spíraði sumt af því
bara töluvert, en annað mjög lítið.
Birkifræið, sem sáð var, var af góðum stofni og spíraði
vel, og stóðu plönturnar vel í haust, þó að ekki væru þær
háar í loftinu.
Trén laufguðust vel og blómstruðu mikið í sumar, sér-
staklega mætti nefna Gullregnið ,sem blómstraði alveg af-
burða vel, Heggur sömuleiðis o. fl.
Ribs- og sólberjarunnar blómstruðu vel og þroskuðu mik-
ið af berjum, og það óvanalega snemma.
Dálítið gerðu óþrif vart við sig á trjánum, er það bæði til
baga og leiðinda, en ekki svo gott að ráða bót á því.
Blómin. — Af blómum var minna en við hefði mátt búast
í svo góðu sumri. Og eru til þess ýmsar ástæður.
Það var dálítið af skornum skammti, blómafræ sem stöðin
hafði ráð á í vor, og er það nokkuð óvanalegt. Svo er víða
orðið erfitt að rækta blóm innan um trjágróðurinn.
En það blómafræ, sem við höfðum, reyndist vel, og náðu
sumarblómin miklum og fögrum þroska.. Sama má segja
um tvíæru og fjölæru blómin. Þau sem vel voru sett,
blómstruðu svo vel, að mikil unun var á að líta.
Fjölærar blómjurtur stóðu vel eftir veturinn, svo að nokk-
uð var hægt að láta af þeim í burtu, en mjög lítið var hægt
að selja af einærum plöntum.
Matjurtir. — Það er gott eitt að segja um matjurtirnar í
ár, að frádregnu stríði við kálfluguna.
Kálið tókst að verja skemmdum af flugunni, með því að
vökva tvisvar með Sublimati, en radísur og maírófur fóru
illa af völdum flugunnar, sérstaklega það, sem seinna var
sáð, enda ekkert vökvað með varnarlyfjum.
Sú nýbreytni var tekin upp hér, að búa til moldarpotta,
og nokkru af kálplöntunum plantað í þá, úr sáðkassanum,
pottunum síðan raðað út í sólreitina. Svo þegar hæfilegt
þykir er pottunum með plöntunni í plantað út í garð'nn.
Þetta gafst vel, sérstaklega held ég að þetta geti komið að