Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 57
59
lögu mun varla eiga margar hliðstæður í opinberum þing-
plöggum og verður eigi hjá því komizt að gagnrýna hann
nokkuð, eða þann hluta hans, er ég hefi hér fyrir framan
mig í blaði því, er annar flutningsmannanna stjórnar. Þar
segir meðal annars í sambandi við íhlutun ráðherra um
ráðstöfun sjóðsins: „Samþykktir voru pantaðar víðsvegar um
land og Búnaðarþing samþykkti hörð mótmæli gegn skil-
yrði þessu.“
Fyrri hluti þesarar klausu er að ég hygg hreinn uppspuni,
að minnsta kosti er mér með öllu ókunnugt um, að nokkrar
samþykktir væru pantaðar, en hitt mun rétt, að mótmæli
bárust víðs vegar af landinu, því bændur fylgdust vel með
þessu máli. Þetta var þeirra framlag til hagsmunasamtaka
sinna, og þeir ætluðust ekki til, að ríkisvaldið hefði neina
íhlutun um notkun þess. Samþykkt Búnaðarþingsins tekur
bezt af allan vafa um sannleiksgildi síðara hluta klausunnar,
en hún hljóðar svo:
„Búnaðarþing telur sig ekki hafa misnotað það fé, er það
hefur fengið til ráðstöfunar á undanförnum áratugum og
álítur því ómaklega þá tortryggni, er fram kom á Alþingi í
garð þess, með breytingu þeirri, er Alþingi gerði á frumvarpi
til laga um Búnaðarmálasjóð, þar sem áskilið er, að landbún-
aðarráðherra samþykki áætlun fyrir sjóðinn, og þar sem hér
er eingöngu um að ræða fjárframlag frá landbúnaðinum,
leggur Búnaðarþingið áherzlu á að þetta ákvæði verði numið
úr lögum.“
Ég hygg, að það væri sanni nær að kalla þetta hógvær til-
mæli heldur en harðorð mótmæli.
Þá segir enn í greinargerðinni, að Búnaðarþing hafi sam-
þykkt fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn í tvö ár eftir margra daga
deilur og með litlum meirihluta. Ég hélt nú, satt að segja, að
þingmönnum, sem deila svo mánuðum skipti um fjármál,
þyrfti ekki að vaxa í augum, þótt Búnaðarþing verði nokkr-
um dögum til þess að ganga frá fyrstu tveggja ára áætlun
Búnaðarmálasjóðs. Tölurnar frá atkvæðagreiðslunni um á-