Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 32
34
ég um langt skeið, bæði vegna starfs míns og setu minnar á
Búnaðarþingi, verið all náið tengdur þessum heildarfélags-
skap landbúnaðarins.
Búnaðarfélag íslands er vafalaust merkilegasta og frum-
legasta félagasamband landsins. Það er heildarsamband allra
búnaðarfélaga landsins, eða nánar tiltekið allra þeirra, er
landbúnað stunda. Því er stjórnað af fulltrúaþingi, sem kjör-
ið er á fullkomlega lýðræðislegan hátt. Það hefur á að skipa,
eða því eru tengdir að meira eða minna leyti, því nær allir
leiðbeinandi kraftar landbúnaðarins. Búnaðarfélag Islands
og Búnaðarþing hafa átt frumkvæði eða unnið að undirbún-
ingi flestra meiriháttar framfaramála landbúnaðarins, en
auk þess verið falin framkvæmd þessara mála af ríkisvaldinu,
þegar hinn lagalegi grundvöllur þeirra var lagður. Þessi
merkilega stofnun hefur því verið jöfnum höndum ráðgjafi
ríkisvaldsins og bændastéttarinnar í landbúnaðarmálum og
verður því þjóðfélagsleg þýðing hennar naumast ofmetin.
Það verður því að teljast mjög alvarlegt viðhorf, að á fárra
ára fresti hefur Búnaðarfélag Islands orðið fyrir hörðum
árásum og aðkasti, sem miðað hefur beint eða óbeint að því
að þrengja kosti þess og áhrifum og gera það tortryggilegt í
augum bænda. Þetta er sú alkunna leið, sem hefur reynzt
sigursæl þegar þurfti að buga samtök fjöldans. Því þegar
traustið á forustuna var þrotið, var eftirleikurinn auðveldur.
Um ófremdarástand landbúnaðarins og dugleysi
ráðunautanna.
Segja má, að árás sú á Búnaðarfélag íslands, er nú stendur
yfir, hefjist með hörðum ádeilum á leiðbeinandi krafta land-
búnaðarins, eða nánar tiltekið, á fræðilega handleiðslu Bún-
aðarfélagsins. Hefur því verið haldið fram, að hinir búfræði-
legu ráðunautar hafi staðið mjög slælega í stöðum sínum,
verið framtakslausir og fylgst lítið með því, er gerðist í um-