Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 188
192
Framtelj- Naut- Sauð- Geit- Ali- Uppsk.100 kg
Ár endur gripir fé Hross fé Svín fuglar Taða Kart.
1896-1900 122 64 529 99 — — — 988 761
1901-1905 115 66 305 118 — — —' 1352 849
1906-1910 135 120 373 104 9 — . ... 1926 534
1911-1915 129 135 575 89. 9 — — 2889 753
1916-1920 139 124 662 109 18 — 235 3253 .787
1921-1925 163 152 659 158 10 — 186 3785 271
1926-1930 146 189 917 120 13 — 718 7449 418
1931-1935 185 267 1285 101 — 22 1516 10765 320
1936-1940 207 295 1488 102 — 57 1401 12431 1269
1941-1945 .. 228 316 2024 149 — 155 1046 14891 2018
andi imum miklu ræktunarátökum koma svo girðingar,
hlöður, áburðarhús og síðar safnþrær.
í fjórða lagi vekur það athygli, hvernig þaksléttan hverf-
ur smám saman í seinni tíð, en sáðsléttan og sjálfgræðslan
koma í liennar stað.
Samkvæmt búnaðarskýrslum hefir verið ræktað tún á
Akureyri á liðnum 50 árum, sem nemur 350 hektörum.1)
Þessi tala er sjálfsagt ekki nákvæm. Hún nemur 7 ha. á ár
hvert að meðaltali.
Önnur sú skýrsla, sem hér er birt, er svonefnd framtelj-
endaskýrsla 1896—1945 incl., en meðaltal tekið á hverjum
5 ára fresti.
Dálkur framteljenda skýrir sig sjálfur. Það er greinilegt,
að miklu færri menn af liverju hundraði bæjarbúa eiga nú
búfé en áður var, en samt eru enn um 230 borgarar bæjar-
ins, sem fást við kvikfjárrækt að meira eða minna leyti.
Munar þar langmest um bú þeirra Jakobs Karlssonar í
Lundi og Jóns G. GuðmaUns í Skarði, sem báðir mega
teljast stórbændur.2) — Svín koma ekki til framtals fyrr en
eftir 1930 og alifuglar ekki fyrr en eftir 1915.
1) Það cr viðbótin við væktaða landið á siðastliðinni hálfri öld.
2) Meðal annarra ræktunarmanna á seinni árum má nefna Jón Sveinsson,
Naustabræður, Törrias Björnsson og Jón Geirsson, auk Axels Schiöth, sem
áður er nefndur.