Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 190
194
Félagið hefir haft 10 formenn á 50 árum. Langlengst hafa
þeir Friðbjörn og Ármann gegnt því starfi, þar næst Þorkell
og Jón Sveinsson, en hinir aðeins 1 og 2 ár. — Flefir félagið
staðið í mestum blóma á stjórnarárum Jóns og Ármanns.
Af öðrum stjórnarnefndarmönnum má nefna Pál amt-
manns Briem (skrifari 8 ár), Guðmund Jónsson á Eyrarlandi
(skrif. 6 ár og gjk. 8 ár), Árna Jóhannsson bæjarfulltrúa
(skrif. 6 ár), Þórð Thorarensen gullsmið (gjk. 8 ár), Sigtrygg
Jónsson timburmeistara (gjk. 6 ár), Axel Schiöth bakara-
meistara (gjk. 5 ár), Jón Guðlaugsson sparisjóðsstjóra (skrif.
2 ár og gjk. 6 ár), Lárus J. Rist fintleikakennara (skrif. 5 ár),
Jón J. Jónatansson járnsmið (skrif. 5 ár).
Lengst allra hafa átt sæti í félagsstjórninni: Friðbjörn
Steinsson (14 ár, form.), Guðmundur Jónsson (14 ár, bæði
skrif. og gjk.) og Ármann Dalmannsson (13 ár, form.).
Endurskoðendur reikninga hafa verið þessir: Páll kenn-
ari Jónsson (Árdal) 1896—1910, Magnús B. Blöndal kaupm.
1896—1907, Stefán kaupm. Sigurðsson 1907—1919 og 1922
— 1932, Þorkell Þorkelsson kennari 1910—1911, Sigurður
bóksali Sigurðsson 1911 — 1919, Oddur Björnsson prent-
meistari 1919—1922, Axel Schiöth bakarameistari 1919—
1925, Bjarni Jónsson bankastjóri 1925—1928 og 1930—1936,
Lárus J. Rist kennari 1928—1930, Júníus Jónsson bæjarverk-
stjóri 1932 og síðan og Jón Guðlaugsson sparisjóðsstjóri
1936 og síðan.
Fjárhagur.
Loks þykir hlýða, að gera nokkra grein fyrir fjárhag Jarð-
ræktarfélagsins. Tekjur þess upp á síðkastið, fyrir utan 5%
af jarðabótastyrknum, hafa verið leiga eftir verkfæri, lánuð
félagsmönnum, og leiga eftir kartöflukjallara, en jrað eru
sem geta má nærri lágar upphæðir nettó, enda er eign félags-
ins lítil.
Samkvæmt eignareikningi félagsins fyrir árið 1945 er
hrein eign alls kr. 5544,13, en þá eru verkfæri líka metin