Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 156
160
tug aldarinnar og fram til loka þessa tímabils, eftir því sem
ráðið verður af umsögn ,,Stefnis“.
Blað þetta skýrir frá því 22. ág. 1895, að sláttuvél hafi þeir
keypt í félagi Magnús Sigurðsson á Grund, Sigtryggur Jóns-
son á Espihóli og Stefán Jónsson á Munkaþverá (líkl. vorið
’95). Segir blaðið, að hún hafi reynst vel. — Þýkir hlýða að
skýra frá þessu hér, þó að það komi ekki beint við búnaðar-
framkvæmdum á Akureyri, þar sem um er að ræða braut-
ryðjendastarf á sviði landbúnaðarins í Norðlendingafjórð-
ungi. Hefir þessi vél verið fyrsta sláttuvélin, sem keypt var
til Norðurlands og líklega önnur í röðinni af þeim, sem
fluttar voru til landsins. í „Aldarminningu Búnaðarfélags
íslands“ er skýrt frá því, að fyrsta sláttuvélin, sem flutt var
til Islands, hafi verið keypt að Hvanneyri árið 1894.
„Stefnir" skýrir frá því 20. júlí 1897, að á því vori og
sumri hafi um 35 dagsl. úr Eyrarlandslandi verið girtar til
túnræktar. Sumt af því landi hafi áður verið ræktað tún, en
ógirt. „Áður munu hafa verið umgirt tún í bænum 70 dagsl.
(mest á Oddeyri) í sæmilegri rækt,“ segir blaðið. Kar-
töflu-uppskera er víðast hvar talin rýr • haustið 1897, en
haustið 1898 er hún sumstaðar talin í meðallagi, víða minni
og ærið misjöfn (Stefnir).
Haustið 1899 segir sama blað, að jarðeplauppskera hafi
verið með allra bezta móti, svo að víða hafi fengist tunna af
10 [j] faðma bletti. Lausleg ágizkun blaðsins, að uppskeran
í bænum muni nema 1000 tn. Verð á tn. var 8 kr. Telur
blaðið, að búf járhald og garðrækt muni óvíða meiri í kaup-
stiiðum en á Akureyri. Sé nú (5: 1899) um 120 dagsl. af tún-
um í sæmilegri rækt og muni dagsl. hafa gefið 10 hesta hver
til jafnaðar s.l. sumar. Útheysskapur muni hafa numið ná-
lega 1000 hestum, en meira en helmingur sé heyjað af því
utanbæjar. Blaðið gizkar á, að bæjarbúar eigi á þessu hausti
16 þús. kr. virði í kartöflum og heyi, eða fullar 16 kr. á
mann í kaupstaðnum.