Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 179
183
2. gr.
Tilgangur félagsins er sá, að styðja og efla hverskonar
jarðrækt í bænum. Sérstaka stund leggur félagið á garðyrkju
og grasrækt með fræsáningu.
3. gr.
Félagi getur hver sá orðið, sem er æfifélagi í Ræktunar-
félagi Norðurlands, búsettur á Akureyri, og hver sá, sem
greiðir 2 krónur árlega í félagssjóð. Auk þessa greiðir hver
sá félagsmaður, sem jarðabætur eru mældar hjá, kr. 2,00 í
félagssjóð, í hvert sinn, sem mæling fer fram.
4. gr.
Félaginu stjórna 3 rnenn, sem kosnir skulu á aðalfundi ár
hvert, og skipta þeir með sér störfum sjálfir þannig, að einn
er formaður, annar gjaldkeri og þriðji ritari.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
5. gr.
Stjórnin varðveitir sjóð félagsins og heimtir inn árgjöld
félagsmanna og mælingagjöld. Hún veitir viðtöku pöntun-
um félagsmanna og kemur þeim í framkvæmd. Hún styður
að því á allan hátt, að félagið nái sem bezt tilgangi sínum og
að það njóti sem bezt þeirrar aðstoðar og leiðbeininga, sem
ríkið, Búnaðarfélag Islands, Ræktunarfélag Norðurlands og
Búnaðarsamband Eyjafjarðar láta í té.
6. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í marz—apríl ár hvert.
Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa á aðalfund Ræktunarfélags
Norðurlands, einn fyrir hverja 20 æfifélega, helmingsbrot
eða meira, og hafa aðeins æfifélagar Ræktunarfélags Norð-
urlands atkvæðisrétt við þá kosningu, — einn fulltrúa á að-
alfund Búnaðarsambands Eyjafjarðar og tvo endurskoðend-
ur reiknings félagsins.