Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 58
60
ætlunina man ég ekki, en þar mun þó rangt frá skýrt. Má
vera, að nokkur ágreiningur hafi verið um einstaka liði
hennar, en fjárhagsáætlunin í heild mun þó hafa hlotið
fylgi yfirgnæfandi meirihluta Búnaðarþingsins.
Þá segja flutningsmenn: „Landbúnaðarráðherra vildi eng-
in áhrif hafa til breytingar þessari áætlun og samþykkti hana
að formi til, svo að hlutaðeigendur hefðu undan engu að
kvarta. En þeir höfðu þó samþykkt að verja þessu fé til gisti-
húsbyggingar í Reykjavík og til þeirra starfa Búnaðarþings,
sem vörðuðu „sérhagsmunamál bœnda“.
Það væri fróðlegt að vita, hvað átt er við með orðunum
„að formi til“. Liggur næst að skilja þau svo, að samþykki
ráðherra hafi aðeins verið í orði kveðnu, en þá þegar ákveðið
að svipta Búnaðarfélagið og Búnaðarþing umráðum yfir
sjóðnum.
Eigi vil ég þó trúa þessu um landbúnaðarráðherra og
þykir sennilegra, að flutningsmennirnir séu aðeins að reyna
að styrkja málstað sinn með því að gefa í skyn, að landbún-
aðarráðherra eigi þar einhverja hlutdeild í. Bæði hér og
víðar í álitinu kemur þvættingurinn um gistihúsið, sem Bún-
aðarþing ætlaði að byggja fyrir sjóðinn í Reykjavík, og hefur
hann áður verið hrakinn. Það virðist eitur í beinum flutn-
ingsmannanna, að sjóðnum er ætlað að bera að nokkru
kostnað við Búnaðarþing vegna sérhagsmunamála bænda, og
eru síðustu orðin bæði í gæsalöppum og með breyttu letri.
Þetta þurfti þó engum að koma á óvart, því að í röksemdun-
um fyrir stofnun sjóðsins var skýrt tekið fram, að hann ætti
að gera Búnaðarfélagi Islands og Búnaðarþingi fært að ann-
ast hagsmunamál bænda. En þetta verður skiljanlegt, þegar
vitað er, að höfundar þessa álits eru andvígir allsherjar hags-
munasamtökum bænda og telja þau villutrú. Þá er nú komið
að einni merkilegustu ályktuninni í þessu makalausa plaggi,
sem er sú, að flutningur frumvarpsins um afnám þess ákvæð-
is, að ráðherra samþykki fjárhagsáætlun sjóðsins, sé að-
eins kosningabrella, þar sem flutningsmönnunum hafi mátt