Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 177
181
armálastjóri hefir gefið, ef rannsókn fagfróðs rnanns leiðir í
ljós, að téðir íþúfnabanar sén nothæfir.“ Nefndinni falin
forstaða málsins.1)
Á aðalfundi 1928 er samþykkt að kaupa plóg og valtara.
Rætt var mikið um áburðartegundir, þ. á. m. um síldarúr-
gang.
Stjórnin samþ. á fundi 30. jan. 1929 að kaupa 2 plóga,
valtara fyrir 2 hesta og sáðvaltara fyrir einn hest og eins
hests áburðardreifara fyrir tilbúinn áburð.
Á aðalfundi 1929 samþ. að selja Lúðvíksherfi félagsins, en
kaupa í þeirra stað diskherfi eða Hankmoherfi, og áburðar-
dreifara.
Áðalfundur 1930 samþ. í einu hljóði, að félagið gefi kr.
300,00 í heiðursgjöf til Sigurðar búnaðarmálastjóra og mæl-
ist til þess, að félagsmenn leggi eitthvað af mörkum til við-
bótar. Er til ætlast, að heiðursgjöfin verði afhent á sextugs-
afmæli Sigurðar 5. ágúst 1931. Stjórnin samdi á þessu ári við
KEA um það, að annast áburðarpantanir fyrir félagsmenn,
fræ og verkfæri.
Ólafur framkvstj. Jónsson flutti fyrirlestur um áburðar-
hagfræði á fundi félagsins 10. apríl 1931. Ráðinn maður til
jarðvinnslu á næsta vori með dráttarvél, plóg og 4 herfi.
Á aðalfundi 1931 er samþykkt, að tillögu stjórnarinnar,
að fella úr gildi reglugerð um Útlánasjóð félagsins, og er
ákveðið, að sjóðurinn renni inn í aðalsjóð félagsins. Enn
fremur er þá stjórninni veitt heimild til að veita félagsmönn-
um lán úr félagssjóði út á væntanlegan jarðabótastyrk
þeirra, samkv. mælinganótum mælingamanna, og greiðist
lánið með 6% vöxtum, þegar stjórnin hefir fengið styrkinn
í hendur.
Á aukafundi 10. jan. 1932 er samþykkt, að Jarðræktar-
1) Jarðræktarfélagið keypti aldrei neitt í þúfnabana. En „Þúfnabanafélag
Akureyrar" keypti tvo þúfnabana og átti þá fram um 1930. í stjórn þess
voru Sigurður E. Hlíðar, Jakob Karlsson og Ólafur Jónsson.