Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 40
42
Tvö mál hafa upp á síðkastið valdið mestum átökum, og
verður hér á eftir vikið nokkuð að þeim.
Verðskráning landbúnaðarafurða. Sexmannaálitið.
Flestum mun kunnugt, að undanfarin ár hefur verðskrán-
ing landbúnaðarvara fylgt sexmannaálitinu svokallaða og
ætti að vera óþarft að rifja upp, hvernig það er tilkomið.
Þetta fræga nefndarálit er um margt merkilegt. Það var
dómur, sem ekki varð áfrýjað. Þar er í fyrsta sinn viður-
kennt, að bændum beri eigi minni laun fyrir störf sin heldur
en óbreyttum verkamönnum, og það sýndi greinilega, að um
langt skeið höfðu störf bóndans verið vanmetin samanborið
við aðra vinnu. Almenningur viðurkenndi þetta, er sást bezt
á því, hve litlar róstur urðu um nefndarálitið. Nokkrir þing-
menn reyndu að vísu að ganga frá samkomulaginu en hlutu
af því lítinn sóma.
I opinberum umræðum hefur verðgrundvöllur sá, sem
lagður var með sexmannaálitinu, oft borið á góma, og er þá
einkum tvennt, sem andstæðingar hans hafa haldið fram, er
vert er að nema staðar við. I fyrsta lagi hafa margir haldið
því fram, að höfuðorsök dýrtíðarinnar í landinu sé verðlag
landbúnaðarvaranna, og að það hafi verið slitið úr sam-
bandi við hið almenna verðlag. Svo virðist, sem þessir
menn hafi ekki enn áttað sig á því, að mælikvarði hins al-
menna verðlags — vísitala framfærslukostnaðar — hefur
lengst af verið blekking ein. Hún hefur aldrei gefið rétta
mynd af launahækkununum, því hún sýnir ekki launabreyt-
ingar og grunnkaupshækkanir, eftirvinnukaupið, leiðrétt-
ingarnar svonefndu o. fl. Rétt mynd af launahækkununum
fæst einungis, ef bornar eru saman tekjurnar 1938, áður en
verðbólgan hófst, og svo síðastliðið ár. Mun þá koma í ljós,
að tekjur verkafólks og launamanna hafi yfirleitt 5—6-fald-
azt á þessu tímabili og þaðan af meira. Ef verð landbúnaðar-
varanna hefur verið slitið úr sambandi við hið almenna verð-