Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 145
149
1880 með nokkurra ára millibili. Árið 1893 segir ,,Stefnir“,
að kartöfluuppskera hafi orðið með allra bezta móti í kaup-
staðnum, eða um 870 tunnur, en þar af komi í hlut Eggerts
verzlunarstjóra Laxdal 165 tn. Blaðið skýrir svo frá, að settar
hafi verið niður 50 tn. um vorið, svo að uppskera hafi orðið
rúmlega seytjánföld og séu þó margir garðar miður hirtir
en skyldi. Garðana telur blaðið vera eftir ágizkun 10500 Q
faðma að stærð.
Árið 1893 var mesta merkisár í sögu Akureyrar, því að þá
keypti bærinn Stóra-Eyrarland með tilheyrandi jörðum og
Kotá. Var kaupverðið kr. 13600,00. Hafði bæjarfógetinn,
Klemens Jónsson, gengist fyrir kaupunum og tekist að fá
þeim fram komið. Hann hafði verið tæpa 10 mánuði búsett-
ur í bænum, þegar hann hóf máls á þessum jarðakaupum.
Hann var settur sýslumaður og bæjarfógeti hér frá 1. sept.
1891 (hélt fyrsta bæjarstjórnarfundinn hér 15. sept.) og fékk
veitingu fyrir embættinu 13. apríl 1892. En á vorhreppa-
skilaþingi kaupstaðarins 18. júní 1892 er málið borið undir
borgarana. Er bókað um þetta þannig í bæjarstjórnarbók-
inni: „. . . . 2. Rætt um, hvort bærinn eigi að kaupa Eyrar-
land og Kotá, ef kaup fengist á þeim, og voru allir fundar-
menn á því, að bærinn ætti að kaupa hana fyrir verð á að
gizka um 13000 kr.“.
Bæjarfógeti fer mjög hyggilega að í málinu. Hann byrjar
á því að fá samþykki borgaranna fyrir jarðakaupunum. Bæj-
arstjórnin var fremur íhaldssöm,1) og bæjarfógeti hefir séð,
að hún myndi síður geta staðið sig við að spyrna á móti mál-
inu, þegar eindregið samþykki lægi fyrir frá borgurum bæj-
arins, enda vitnar bæjarfógeti í þessa samþykkt, þegar hann
ber málið fyrst undir bæjarstjórnarfund, en það var 21. júní
1892. Það er þá samþykkt að fela bæjarfógeta að skrifa eig-
endum Eyrarlands og spyrjast fyrir um verð. Svar kemur frá
eigandanum, sr. Daníel Halldórssyni, og er lagt fram á fundi
1) 1 bæjarstjórn áttu þá sæti: Eggert Laxdal, Jakob Gíslason, J. V. Hav-
steen, Júlíus Havsteen, Sigurður Sigurðsson og Snorri Jdnsson.