Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 60
62
að þeir eyði þar tímanum á snakkfundum og ætli svo að láta
bændur byggja hótel handa sér, svo þeir geti átt sem náðug-
asta daga og dundað sem lengst á snakkfundum sínum. Ég
hef nú setið á allmörgum Búnaðarþingum. Aðalþing eru
annað hvort ár og hafa staðið frá 4—6 vikur. Þingtíðindi
hafa jafnan verið gefin út og geta þeir, sem vilja kynna sér
afköst þessara þinga, athugað þatt. Hygg ég, að þau þoli
fyllilega samanburð við afköst Alþingis á jafnlöngum tíma,
og að Búnaðarþingsfulltrúar ræki störf sín yfirleitt af meiri
áhuga og samvizkusemi en allur fjöldinn af Alþingismönn-
unum. Hvað áhrærir ferðalög fulltrúanna fram og aftur um
landið á kostnað bænda, þá geta bændur sjálfir um þau dæmt
og hygg ég, að flestum muni ókunnugt um þau. Hér mun
illkvittnin hafa hlaupið með höfunda frumvarpsins í gönur.
Rausn þessara manna lýsir sér í því, að þeir ætla nú að
gefa bændunum aftur það fé, sem bændurnir gjalda í Bún-
aðarmálasjóð, og þó með vissum skilyrðum. Það má alls ekki
nota þetta fé eins og bændurnir ætluðust til, í þágu alls-
herjar- og hagsmunasamtaka bændanna, því að stjórnar-
meirihlutinn er andvígur slíkum samtökum. Skyldi ekki
mörgum detta í hug, að þessi tilgangur næðist bezt með því
að afnema lögin með öllu og losa ríkið við innheimtuna og
Búnaðarbankann við úthlutunina. Auðvitað hefðu þing-
mennirnir þá ekkert að gefa, og svo yrði líka einni glansfjöð-
ur færra í nýsköpunarliatti stjórnarmeirihlutans. Aðalálykt-
unin í nefndaráliti þeirra Sigurðar Guðnasonar og Jóns á
Akri er þessi: „Eftir allt þetta viljum við láta losa þessa
menn að fullu við það skilyrði, sem þeir telja bændum svo
hættulegt, að varða ætti flokksbreytingu í landinu. Við vilj-
um losa landbúnaðarráðherra við allan vanda, áróður og
rógburð í þessu sambandi, og við viljum losa Búnaðarfélag
íslands og Búnaðarþing við umráð þessara peninga.“ Og að
lokum segir svo: „Tilefnið hafa flutningsmenn gefið (þ. e.
þeir Bjarni Ásgeirsson og Jón á Reynistað), og ef þeir telja