Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 161
165
stökum mönnum og jafnframt að rannsaka, hvað kosta
myndi að afgirða land til ræktunar sem svarar 150 dagslátt-
um í Eyrarlandsmóum eða annars staðar.
Á haustfundi í sept. hafði upplýsinga verið aflað um ofan-
ritað og listi lagður fram um hluthafa í fyrirtækinu. Helzt
var ráð fyrir gert, að kúabúið yrði stofnað á Naustum. Magn-
ús kaupm. Kristjánsson taldi þau tormerki á, að Naust væri
utanbæjarjörð í öðrum hreppi og vildi, að fyrst væri tilraun
gerð til þess, að jörðin yrði lögð til bæjarins og gengi út úr
Hrafnagilshreppi.
Á hinum reglulega haustfundi í nóvbr. lýsti félagsstjórnin
yfir því, að hún afhenti nú fundi hluthafa í væntanlegu kúa-
búi skjöl málsins og málið sjálft til frekari framkvæmda.
Það þarf naumast að taka það fram, að ekkert varð úr
stofnun þessa kúabús.
Á vorfundi ganga nýir menn í félagið, Pétur Þorgrímsson
verzlunarm., Sigurður járnsmiður Sigurðsson, Albert Jóns-
son smiður, allir á Akureyri, og enn fremur Sigurður skóla-
stjóri Sigurðsson og Ræktunarfélag Norðurlands.
Var nú samþykkt, að Jarðræktarfélagið gengi inn í
Ræktunarfélag Norðurlands sem ársmeðlimur.
Á fundi þessum gengu þeir úr stjórninni Páll Briem og
Þórður Thorarensen, en í þeirra stað voru kosnir Aðalsteinn
Halldórsson tóvélastjóri og Sigurður járnsm. Sigurðsson.
Formaður var endurkosinn Friðbjörn Steinsson.
Framkvæmdir félagsmanna voru í stórum stíl árið 1903.
Nýræktin hefst. Sáðslétturnar koma þá fyrst til sögunnar í
félaginu. Einnig gaddavírsgirðingar og framræslu- og vatns-
veitingaskurðir, hvorttveggja í allstórum stíl. Bærinn lætur
vinna 882 dagsverk, og er sú vinna öll við girðingar. Rækt-
unarfélagið er næst með 583 dv. (sáðreitir 6539 □ faðmar,
vírgirðingar, framræsluskurðir 8505 fet3 og lokræsi). Lang-
hæstur af einstökum félagsmönnum um dagsverkatöluerSig-
urður járnsmiður Sigurðsson (298 dv.), og munar þar mest
um þúfnasléttun og sáðreiti. Næstur er Aðalsteinn Halldórs-