Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 43
45
Þáttur stjómar Búnaðarsambands Suðurlands.
Stéttarsambandið.
Bændur tóku þessari ákvörðun Búnaðarþingsins yfirleitt
af skilningi. Þó brast nokkuð á að svo yrði í umdæmi Bún-
aðarsambands Suðurlands. Var þar stofnað til æsingafundar
meðan Búnaðarþingið sat á rökstólum og án þess að fulltrú-
um sambandsins gæfist kostur á að vera þar til andsvara. Um
fund þennan er ekki ástæða til að fjölyrða. Stjórn sambands-
ins boðaði til hans, en framámenn þar munu aðallega hafa
verið pólitískir utanveltumenn, sem ef til vill hafa ætlað að
slá sér upp á málinu, en það er fyrirfram vitað, að slíkir
fundir breyta ekki ákvörðunum manna með sjálfstæða og
ábyrga hugsun, og var því lítil von til þess, að hann breytti
gangi mála á Búnaðarþingi. Eigi veit ég hve víðtæk óánægj-
an á Suðurlandinu hefur verið, en svo virtist sem hún hjaðn-
aði skjótt, er málið lá ljósara fyrir.
Því verður ekki neitað, að vonir þær, sem sumir Búnaðar-
þingsfulltrúar bundu við afgreiðslu verðlagsmálsins, hafa ef
til vill brugðizt að nokkru. Þróun stjórnmálanna varð með
nokkuð óvæntum hætti og því skilyrði Búnaðarþingsins, að
kaup hækkaði að minnsta kosti ekki, var slælega fylgt. Með
kaupleiðréttingunum svonefndu og þó sérstaklega setningu
nýju launalaganna, var gengið freklega á svig við þetta skil-
yrði, því þótt þessar launabætur kæmu ekki fram í vísitöl-
unni, hlutu þær að auka framleiðslukostnaðinn á ýmsan
hátt.
Bæði vegna þess, er gerðist í afurðasölumálunum haustið
1944 og af ýmsu fleiru, var ljóst, að afurðasölulögin, sem
byggðust á sexmannaálitinu, mundu varla látin gilda mikið
lengur, og því var hafinn undirbúningur að nýrri afurða-
sölulöggjöf á Búnaðarþingi 1945. Þó náðist ekki þá sam-
komulag um ákveðnar tillögur í málinu, en ákveðið var að
senda tillögur þær, er fram höfðu komið, samböndunum til
athugunar og umsagnar, og skyldu athugasemdir þeirra og