Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 129
132
lagi bæði þessi ár, sem er því að þakka, fyrst og fremst, að
morgunsól nær þar síður til að skína á garðana, í öðru lagi
góðum garðstæðum og reyndum garðræktarmönnum, og á
ég þar aðallega við bændur á Svalbarðsströnd og í Kaupangs-
sveit, sem hafa lagt mikla rækt við þessa búgrein til fleiri ára.
Á s.l. sumri var aftur á móti ágæt uppskera yfirleitt, og
mun því garðræktin glæðast aftur á komandi ári.
Gulrófna- og kálrækt er erfiðleikum bundin vegna kál-
maðks, sem er nú útbreiddur um mestan hluta Eyjafjarðar
og á mörgum bæjum í Svarfaðardal (utarlega). Hrísey, Ólafs-
fjörður og Siglufjörður hafa sloppið við kálfluguna ennþá,
og ber því að varast allan flutning plantna, og þá sérstaklega
af krossblómaættinni, frá sýktum svæðum til þeirra staða.
Rétt er að taka fram, að jarðabótaskýrslurnar gefa engan
veginn ábyggilegar tölur um garðræktaraukningu í landinu,
þar sem trúnaðarmenn Búnaðarfélags íslands hafa undan-
farin ár fært á skýrslu garðlönd, þótt aðeins hafi verið um að
ræða flutning garðstæðis, en enga stækkun garðlands.
Síðan farið var að greiða forræktarstyrk, hefir verið á-
stæðulaust að færa á skýrslu ný garðlönd, nema um hreina
aukningu væri að ræða, t. d. á nýbýlum. Má því telja, að
jarðabótaskýrslurnar hér á sambandssvæðinu gefi rétta mynd
um aukningu garðlanda síðan 1943.
Girðingar. Eðlilegt er, að þær séu litlar hin síðari ár, þar
sem ræktunarlönd voru að langmestu leyti girt hér fyrir
1940.
Að meðaltali, frá 1930 til 1945, hafa girðingar numið á
ári um 45.5 km. á sambandssvæðinu, en meðaltal þessara
framkvæmda, síðustu 5 ára, er um 24.5 km., þ. e. a. s. um
21 km. minni árlega en á öllu tímabilinu frá 1930 til 1940.
Mest var girt árið 1929—1930, eða um 128 km. Ennþá
vantar m. a. girðingar að nokkru leyti í Ólafsfirði og í Svarf-
aðardal. (Skíðadal og framarlega í Svarfaðardal.)
Þrátt fyrir reynslu bænda og ákvæði jarðræktarlaganna,
um að styrkja vandaðri girðingar (með steyptum hlið- og