Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 41
43
lag, gildir það engu að síður um launin, og má í því sam-
bandi geta þess, að laun landbúnaðarverkafólks hafa í mörg-
um tilfellum 8-faldast á þessu tímabili. Vísitala framfærslu-
kostnaðar er í raun og veru enginn mælikvarði á neinu,
heldur blekking, sem notuð var fyrst til að dylja stórfelldar
launahækkanir og síðar til að dylja vöxt dýrtíðarinnar, og er
þó sú blekking snöggt um minni. Sexmannanefndarálitið
var einmitt lofsverð tilraun til þess að finna nothæfan, sann-
gjarnan grundvöll til að byggja á verðlag landbúnaðarvara.
Þá eru þeir margir, sem þykjast vera með sexmannanefnd-
arálitinu í grundvallaratriðum, en vilja fá það endurskoðað
og lagfært og telja einkum, að meðalbúið, sem þar er lagt
til grundvallar, sé of lítið. Enginn andmælir því, að sex-
mannanefndarálitið geti þurft endurskoðunar og umbóta
við og víst væri æskilegt, að meðalbúið væri í raun og veru
stærra, og vissulega mun það vaxa með aukinni tækni og
kunnáttu, en til þess að nokkurt hald sé í þeirri kröfu, að
kaup bóndans sé miðað við stærra bú en meðalbú, verður
að rökstyðja það, að meðalafköstu bóndans séu þjóðfélags-
lega séð verðminni en afköst annarra stétta manna, óbreyttra
verkamanna, iðnaðarmanna, verzlunarmanna, skrifstofu-
fólks o. s. frv. Fólks, sem innir af höndum alls konar störf
hjá ríki, bæjum og einstaklingum fyrir áþekk laun og þau,
sem bændunum eru áætluð, og þó oftast miklu hærri laun,
miðað við sama vinnutíma. Það verður að rannsaka nákvæm-
lega, hver meðalafköstin eru í ýmsum stéttum, og hvers virði
þau eru, áður en hægt er að kasta rýrð á afköst meðalbónd-
ans. Ég veit ekki, hvort allir hafa gert sér það ljóst, að með
áliti sex manna nefndarinnar er landbúnaður gerður að
nokkurs konar ákvæðisvinnu, því launin eru miðuð við
meðalafköst. Þeir, sem vilja miða launin við stærra bú en
meðalbúið, telja að afköst meðalbóndans svari ekki til fullra
launa. Líklegt mætti telja, að þessir sömu menn séu fúsir
til að taka upp hliðstæðan launagrundvöll og athugun á af-
köstum í öllum starfsgreinum, þar sem slíku verður við kom-