Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 37
39
vélakaupa tregðulaust, því að þetta er aðeins sú sjálfsagða
stuðningsskylda, sem menningarríki ber að sýna sjálfbjarg-
arviðleitni og umbótastarfsemi þegna sinna, sé það þess um-
komið.
Bændastéttin hefur áreiðanlega sparað meira fé saman á
stríðsárunum, miðað við tekjur, en allar aðrar stéttir, og
það er augljóst, að bændurnir munu verja meginhluta þessa
sparifjár til umbóta bújarða sinna og búreksturs alveg ótil-
neyddir.
Sjálfum mér skal ég ekki eigna gildan þátt í þeim mikla
áhuga fyrir aukinni tækni, sem kemur nú fram hjá bændum
almennt. Má segja, að ég hafi hvorki hvatt þá eða latt, en þó
vil ég ekki dylja, að ég sé ýmsa vankanta á þeirri byltingar-
kenndu breytingu, sem virðist yfirvofandi í landbúnaðinum.
Eg er nú svo gamaldags að telja, að kapp sé bezt með forsjá,
en slíkar skoðanir nefnast víst íhaldssemi eða jafnvel svart-
asta afturhald á nútímahæversku. Skal ég hér aðeins drepa
á örfá atriði, sem við höfum gott af að velta fyrir okkur.
1. Það er eðlilegt, að bændur reyni að vega móti fólksekl-
unni með aukinni tækni, en hitt er meira vafamál, hvort
víðtæk notkun stærri og minni aflvéla í hinum almenna bú-
rekstri gerir framleiðsluna ódýrari heldur en hagkvæm notk-
un hestaflsins. Engum getur heldur dulizt, að aflvélarnar,
reknar með aðkeyptri orku, gera landbúnaðinn mjög háðan
framleiðslu, framboði og aðflutningum á þessari orku og
loks er svo spurningin um, hvað við eigum að gera við
okkar 60 þúsund hross. Eigum við að keppa að því að ala
upp „luxus“ hesta handa bæjarbúunum, kjöthesta eða slá
þá hreinlega af?
2. Það er mjög hætt við að nokkuð verði áfátt meðferð og
hirðingu allra þeirra véla, einkum aflvéla, sem teknar verða
til notkunar í landbúnaðinum á næstunni og má búast við
að það komi niður á endingu þeirra og hagnýtingu, en
breytingin verður auðsjáanlega svo ör, að ekki verður ráðin
bót á þessu nema að litlu leyti.