Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 22
24
hiti hlaupi í heyið, er auðvelt að blása honum úr því á
nokkrum klukkutímum. Ekki er þá sennilegt að aftur hitni,
nema því ver hafi verið hirt.
Þetta er í samræmi við reynsluna í sumar. Ekki er ég í
vafa um, að með framhaldandi tilraunum næst eitthvað
betri árangur og einkum mundi það til bóta, ef gerlegt
þætti, vegna kostnaðar, að hita blástursloftið, þótt ekki væ-i
nema um nokkrar gráður. Heyið lítur vel út og er lyktar-
gott, étst ágætlega, en fóðurgildi ekki rannsakað ennþá.
Læt ég svo útrætt um súgþurrkunina að sinni.
II. Uppskeran.
Tíðarfar og uppskera var harla misjafnt þessi tvö ár. Sum-
arið 1944 var kalt einkum fyrri hlutinn. Næturfrost, sem
kornu í byrjun ágúst, ullu miklu tjóni í görðum. Dálítið
bar á kali í túnum en þó ekki til rnuna og varð spretta sæmi-
leg. Korn þroskaðist fremur illa. Síðastliðið sumar verður
vafalaust af flestum talið langt yfir meðallag að gæðum. Þó
var vorið fremur kalt og spratt seint. Þurrkar voru tregir og
hlýindi lítil fram yfir miðjan júlí, en þá gerði þurrka og var
einmuna tíð eftir það sumarið á enda og reyndar lengur. Að
vonum náði allur jarðargróði mjög góðum þroska. Heyfeng-
ur varð með lang mesta móti, kartöflur ágætar að vöxtum
og gæðum, rófur sömuleiðis og bar lítið á kálormi, enda sáð
mjög snemma. Nokkuð bar á tréni í rófum og þó einkum á
bórskorti. Gætir þess helzt í þurrum sumrum. Korn þroskað-
ist ágætlega en uppskeran ekki mikil, því sumir akrarnir voru
mjög gisnir. Olli því vorkuldinn og líka áburðarskortur.
Kálspretta var mjög mikil og kálið vel þroskað. Sláttur byrj-
aði um miðjan júní 1944 en 12. júní síðastliðið sumar.
Uppskeran varð þannig talin í 100 kg.:
Ár Taða Kartöflur Rófur Korn
1944 ................ 795 107 25 7
1945 ...........:.... 870 190 30 10