Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 134
137
með hjálp vélrænnar tækni, að þeir vilja gera framleiðslu
sína samkeppnisfæra á opnum markaði, — að öðrum kosti
verður íslenzkur landbúnaður aldrei annað en óarðvænlegur
atvinnuvegur. Hér kemur fleira til greina en hið sívaxandi
verkakaup og örðugleikar á að fá vinnuafl, svo sem kunnáttu
við störfin, en það mun sýna sig, að með þeim öru viðskipt-
um, sem verða í náinni framtíð landa á nrilli, þýðir ekkert að
byggja upp atvinnuveg hér né annars staðar, sem ekki er ; ð
öllu samkeppnisfær við aðra hliðstæða atvinnuvegi í heim-
inum.
Það verður enginn atvinnuvegur verndaður frá eymdarör-
lögum, ef hann gerir það ekki sjálfur með því að fylgjast í
hvívetna með kröfum tímans. Að öðru leyti byggist afko.na
landbúnaðarins á hinu gamalþekkta viðskiptalögmáli, fram-
boði og eftirspurn.
Þó löggjafar þessa lands hafi verið að leitast við að jafna
verðlag og kaupgjald milli einstakra stétta, eða á annan hátt
verið að vernda eina eða aðra atvinnugrein og leita að sann-
gjörnu hlutfalli, miðað við fjárhagsafkomu landsbúa yfir-
leitt, er það fyllilega ljóst, að slíkar aðgerðir eru ekki til
frambúðar.
Undirstaða framfara landbúnaðarins er meiri, betri og ör-
ari framleiðsla, með mikið breyttum vinnuaðferðum. Lífs-
baráttan er það hörð, að strax verður ójöfn aðstaða, ef einn
atvinnuvegur ræður ekki yfir nýjustu og hagkvæmustu
tækni, sem völ er á á hverjum tíma. Raunhæfasta ráðið í
þessari baráttu er að stuðla að því, að landbúnaðurinn eins
og aðrir atvinnuvegir noti þau beztu vopn, sem eru fáanleg,
sé það eigi gert, bíðum við ósigur vegna úreltrar tækni. Þetta
hefir reynslan alls staðar sýnt, svo langt er við vitum aftur í
tímann.
Þeir, sem vinna að bættu öryggi landbúnaðarins, verða því
að treysta á vélaorkuna, þótt hún sé ekki gallalaus, og stuðla
að því, að bændur verji þeim styrk, er ríkið greiðir til ný-
ræktar og bygginga, til kaupa á afkastamiklum vélum.