Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 169
173
Aðalfundur 1912 tók það til meðferðar, hvort Ræktunar-
félagið myndi ekki fást til að útvega Jarðræktarfélaginu ó-
dýran vinnukraft við jarðrækt, nreð því að Hólasveinar, sem
eru nú á verklegu námsskeiði hjá Rfj. á vorin, væri fengnir
til plæginga o. fl. hjá félaginu. — Stjórn félagsins var falið
að semja frumvarp til reglugerðar fyrir sjóð félagsins, sem
á þessum tíma var um 700 kr.
A aðalfundi 1913 var samþ. að greiða 12 aura á dagsverk
af jarðabótum til félagsmanna af landssjóðsstyrknum. Stjörn
Rfj. Nl. varð við tilmælum Jarðræktarfélagsins um það, að
2 Hólasveinar ynni næsta vor fyrir félagið fyrir 1 kr. á dag,
ásamt verkstjóra, sem félagsmenn yrði aðborga. Stærri áhöld
lofaði Rfj. og að leggja til við vinnu.
Samin var reglugerð fyrir sjóð félagsins þannig:
REGLUGERÐ
fyrir útlánasjóð Jarðræktarfélagsins á Akureyri.
1. gr. Sjóðurinn nefnist Útlánasjóður Jarðræktarfélags Ak-
ureyrar. Stöfnfé sjóðsins er 700 krónur, sem Jarðræktarfélag
Akureyrar leggur til úr sjóði sínum.
2. g. Stjórn Jarðræktarfélags Akureyrar hefir alla umsjón
með sjóðnum, veitir félagsmönnum lán úr honum og heimt-
ir þau inn aftur og annast um, að fé það, sem eigi er í útlán-
um hjá félagsmönnum, sé ávaxtað í bönkum eða á annan
jafngóðan hátt. Sjóðurinn hefir sama reikningsár og sömu
endurskoðendur og Jarðræktarfélagið, og hefir aðalfundur
Jarðræktarfélagsins úrskurðarvald á ársreikningi Útlána-
sjóðsins.
3. gr. Lán úr sjóðnum má aðeins veita þeim félagsmönn-
um, sem fullnægja þeim skilyrðum, er nú verða talin: 1) hafa
verið félagsmenn að minnsta kosti 1 ár, 2) eiga afgirt land
eða hafa það á erfðafestu, 3) eru skuldlausir við félagið eða
Útlánssjóðinn, 4) ætla á því ári að láta vinna að minnsta