Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 138
142
Þetta vélaafl, bæði skurðgröfur og dráttarvélar, sem feng-
izt hefir og mun fást á næstunni til landbúnaðarþarfa, er ein
aðallausn þeirra stórvandamála, sem hafa hamlað hvað mest
jarðræktarframkvæmdum undanfarið.
Að þessar vélar hafa ekki verið teknar meira í þjónustu
okkar fyrr, er að kenna m. a. gjaldeyrisskorti fyrir stríðsárin,
lítilli kaupgetu hjá bændum og þekkingarleysi á afköstum
vélanna. Þegar úr þessurn vandræðum leystist og framleiddar
voru endurbættar, stórvirkar jarðvinnsluvélar, fengust þær
ekki nema að mjög litlu leyti til landbúnaðarþarfa, hernað-
araðgerðir framleiðsluþjóðanna urðu auðvitað að sitja fyrir
kaupum þeirra. Annars má fullyrða, að þessi þróun hefði
verið enn örari, eftir að hún hófst á annað borð, og ef eftir
spurn bænda á vélunum hefði verið fullnægt, meðan kaup-
geta og góður markaður framleiðsluvöru þeirra fór saman.
Á þeim 485 býlum, sem skýrslan nær yfir, eru nú um 366
sláttuvélar, þar með taldar bæði sláttuvélar, sem tengdar eru
við dráttarvél og dregnar af hestum. Telja má víst, að slegið
sé með vél á hverjum 80 býlum af hundraði, þar sem algengt
er að tveir bændur eiga sömu sláttuvélina. Snriningsvélar eru
41, múgvélar 8 og rakstrarvélar 260. Við sjáum því, að það
er langsamlega mest af sláttuvélum hvað heyöflunarvélum
viðvíkur, þótt flestir þeir bændur, sem eiga bæði rakstrarvél
og sláttuvél, telji að þeir mættu síður missa rakstrarvélina,
ef um það væri að ræða.
Viðvíkjandi heimilisþægindunum sýnir skýrslan, að á
þessum 485 búum hafa 67 af þeirn afnot rafmagns frá minni
eða stærri vatnsvirkjun og tvö heimili frá mótor. Nú er senn
lokið að tengja bæi á Svalbarðsströnd við Laxárvirkjunina,
og verða því mikið fleiri býli þegar á þessu ári, sem fá raf-
magn, en verið hefir.
Vindrafstöðvar hafa verið notaðar mikið síðustu ár, en
ending þeirra er lítil. 168 býli hafa notað vindrafstöð, mest
6—12 volta. Þessar niðurstöður sýna, að rúmlega annað hvort