Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 149
153
fyrir hendi sem ætla mætti, þar sem gerðabók þess fyrir
finnst eigi eldri en frá árinu 1903. Samt sem áður má með
nokkurri vissu telja, að félagið sé stofnað 5. maí 1896. í
„Stefni“ 15. maí 1896 stendur þessi smáklausa: „Búnaðar-
félag er nýstofnað í Akureyrarbæ.“ Næsta blað þar á undan
kom út 24. apríl, og ætti því að mega álykta út frá þessu, að
félagið væri stofnað einhverntíma á tímabilinu 24. apríl til
15. maí. Auk þessa má benda á grein í „Stefni“ 15. júní
1896. Hún heitir „Framfaramál Akureyrarmanna“ (aðsent
úr bænum). Þar stendur m. a.: ,,. . . . Skal hér auk fyrirhug-
aðra skólábygginga, tóvinnuvéla og samkomuhússbyggingar,
sem áður hefir verið skýrt frá í Stefni, minnast á Jarðrœktar-
félagið hér í bænum. Félag þetta er nú stofnað, og hafa þeg-
ar allmargir gengið í það og verða sjálfsagt fleiri með tím-
anum.. Einmitt nú þegar bærinn stækkar og hefir fengið
stórt land óræktað til eignar og umráða, var hin brýnasta
þörf á slíku félagi til að hvetja menn og styrkja til að stunda
jarðrækt langt um meir en gjört hefir verið og hægt hefir
verið að gjöra; því eigi þessi bær nokkurntíma að stækka og
eins og einhverntíma var sagt „að komast úr kreppunni und-
an höfðanum“, þarf um fram allt að auka möguleikana fyrir
fólk að hafa eitthvað að starfa, sem borgar sig, og að geta afl-
að sér einhvers, sem verð er í og nauðsynlegt til lífsins við-
halds, en til þess má meðal annars telja afurðir af garðrækt,
grasrækt og griparækt, það duga lítið dýrir vegir, snjómokst-
ur, luktir, skemmtihús og jafnvel skólar, hafi fólkið ekki at-
vinnu og möguleika til að bjarga sér.“
Þessi grein veitir engar upplýsingar um það, hvenær
félagið er stofnað, en hún sýnir skilning á tilgangi félagsins
og nauðsyn.
Það, sem virðist taka af öll tvímæli um stofndag félagsins,
er plagg eitt, komið nýlega í vörzlur núverandi félagsstjórn-
ar, úr dánarbúi Þórðar Thorarensen gullsmiðs. Er það
„Reikningur yfir tekjur og gjölcl Jarðrœktarfélags Akureyrar
frd 5. rnaí 1896 til 12. april 1897“. Af reikningi þessum virð-