Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 20
22
hýðið er orðið svo sterkt að það hruflast ekki, þótt kartöfl-
unum sé bylt til. Óvafda útsæðið er sett með öðrum kartöfl-
um í sekki, þegar tekið er upp, og svo skilið frá með vél eða
tínt úr á annan hátt, svo fljótt sem við verður komið. Eng-
inn stærðar- eða útlitsmunur er á útsæðinu. Tvær tegundir
hafa verið notaðar í tilrauninni. Uppskera talin í 100 kg.
á ha.
Skán Gullauga
Valift óvaliö Valið óvalið
1943 .................... 167.2 166.4 103.2 101.2
1944 .................... 146.0 120.0 169.0 141.0
1945 .................... 254.4 178.5 253.8 218.8
Meðaltal ................. 189.2 155.0 175.3 153.7
Svo virðist sem valda útsæðið reynist mun betur, og væri
það auðskilið ef t. d. stöngulveiki væri áberandi í görðun-
um, en gegn henni er eitt höfuðráðið að velja útsæði við
upptöku og gæta þess vandlega að hýði kartaflanna skerðist
ekki, en síðustu árin hefur lítið borið á stöngulsýki, svo
varfa virðist hægt að skýra mismuninn á tilraununum ein-
vörðungu á þann veg.
8. Súgpurrkun.
Áhugi bænda fyrir þessari heyþurrkun er svo mikill og al-
mennur, að sjálfsagt er að skýra nú þegar frá reynslu þeirri,
er fengin er, þótt tilraununum sé eðlilega hvergi nærri
lokið og segja megi, að þeim sé skammt á veg komið. Hér
er þó ekki ástæða til að fjölyrða rnikið urn þessa heyverkun
eða árangur tilraunanna í sumar, því þessa hefur verið að
mestu getið annars staðar, og verður því aðeins stiklað á
stóru. Um þurrkkerfið, tilhögun þess og verð skal ég ekki
ræða, sumpart vegna þess, að því hefur áður verið lýst og
tilhögun getur verið nokkuð eftir staðháttum, en líka vegna
þess, að verðlag á vélum og efni getur tekið miklum breyt-
ingum. Um þetta hvort tveggja verða menn því að afla sér
upplýsinga og tilboða, þegar þeir hafa ákveðið að koma þess-