Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 125
128
III. Skýrsla ráðunauts um jarðabætur 1944 og 1945.
Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands var ekki gefið út á
s. 1. ári, eru því hér birtar tvær jarðabótaskýrslur Búnaðar-
sambandsins, fyrir árið 1944 og 1945.
Þótt tölur og greinileg skýrslusöfnun sé sú raunhæfasta
lýsing og skýring á landbúnaðarþróuninni s. s. öðrum fra n-
kvæmdum, fer ekki hjá því, að mönnum gengur oft mis-
jafnlega að átta sig á slíkum skýrslum, ef engin greinagerð
fylgir, sé gerður samanburður á fleiri árs skýrslum og mun
ég því leitast við, lesendum til glöggvunar, að útskýra ofur-
lítið nánar niðurstöður helztu liða jarðabótaskýrslnanna
eins og venja hefir verið hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Á sambandssvæðinu hefir tala jarðabótamanna orðið
liæst á s. 1. sumri síðan styrjöldin hófst 1939, og sannar það
jafnvel betur en sjálf nýræktaraukningin, hvað ræktunar-
þróunin er að verða ör og fyrst og fremst almenn hjá bænd-
um.
Jarðrœktin. Nýræktaraukningin hefir ekki verið jafn
mikil síðan árið 1930 og 1931, en hún er nú tæpir 131 ha.
og alls er túnræktin s. 1. ár um 218 ha.
Þegar tillit er tekið til bættrar ræktunar frá því sem var
t. d. 1930, má fullyrða, að eyfirzkir bændur hafa sett met í
ræktunarframkvæmdum árið 1945, því þótt flatarmál rækt-
unarinnar sé nokkru meira árið 1930 en 1945, vegur það
lítið á móti hærra verðmæti ræktunarinnar nú en þá var,
vegna betri frágangs að öllu leyti í langflestum tilfellum.
Jarðabætur, sem mældar hafa verið 1930—1931, eru senni-
lega þær minnst varanlegu jarðabætur, sem unnar hafa verið
hér á sambandssvæðinu, og virðist sem þúfnabanaslétturnar
hafi staðið sig fullt eins vel og fyrsta árs jarðvinnslan með
dráttarvélum.
Eg efast ekki um, að trúnaðarmönnum Búnaðarfélags ís-
lands hafi oft veitzt örðugt, á þessu 15 ára tímabili, og raunar
ætíð síðan jarðræktarlögin gengu í gildi, að finna réttmætt