Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 154
158
Félagið hóf verkfærakaup á þessu ári, og samkvæmt skrá
um verkfæraeign þess, er lögð var fram á haustfundi (29.
nóv. 1897), átti félagið þá: 1 plóg, 1 herfi, einar hemlur,
þrenn aktygi, 2 gafla, 2 plógskera og stöng, 2 mölbrjóta, ak-
tauma og 1 járnspaða.
Efstur á blaði meðal félagsmanna um dagsverkatölu
jarðabóta árið 1896 var Jón söðlasmiður Jónsson (55 dv.),
næstur Björn ritstjóri Jónsson (49 dv.) og þriðji Þórður
Thorarensen (28 dv.).
Árið 1897 var Jón söðlasmiður langhæstur (94 dv.), næst-
ur Friðbjörn Steinsson (38J4 dv.) og þriðji Páll Briem (30
dv.). — Bæjarfélagið hvorugt árið meðtalið.
Arin 1898 og 1899 koma nýir menn í félagið, eins og Guð-
mundur læknir Hannesson, Vigfús gestgjafi Sigfússon og
Jón ökumaður Kristjánsson, en eldri félagsmenn sumir
ganga þá úr. Þessi árin eru félagsmenn 20 (fyrra árið) og 18
(seinna árið).
Félagið bætir enn við sig verkfærum 1898, fær sér 2 járn-
kalla, 4 mölbrjóta og 2 undirristuspaða, og var þetta allt í
áttina. Gátu félagsmenn fengið verkfærin að láni hjá félag-
inu, og var þeim það mikið hagræði.
Árið 1900 bætast við í félagið Aðalsteinn Halldórsson tó-
vélastjóri, Kristján lögr.þjónn Nikulásson og Bjarni skipa-
smiður Einarsson.
Á vorfundi Jarðræktarfélagsins 1899 kom fram tillaga um,
að félagið reyndi að ráðast í að girða landspildu til grasrækt-
ar, allt að 25 dagsláttum, hér í bænum, ef land fengist með
aðgengilegum kjörum, og var stjórninni falið að leitast fyrir
um þetta við bæjarstjórn. Félagið hafði augastað á landi fyr-
ir vestan suðurhlutann af Eyrarlandstúni, og vildi fá það um
50 ára skeið, með þeim skilmálum, að greiða ekkert eftir það
fyrstu 5 árin, en síðan sanngjarnt verð á ári hverju, og er
bæjarstjórnin beðin að stinga upp á leiguupphæð. — Bæjar-
stjórnin samþykkti á fundi sínum 23. mai s. á. að láta félag-
inu í té umbeðið land til grasræktar til 50 ára, þannig að