Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 171
175
200,8 dv., Jakob framkv.stj. I.índal (132 dv.), Stefán skóla-
meistari með 109 og Magnús á Grnnd með 102 dv. Enn
greiddir 12 aurar á dv.
A fundinum 1915 er rætt um kúahaga á Akureyri og af-
gveiddar tillögur til bæjarstjórnar, er nefnd manna í félag-
inu hafði samið og félagið féllst á. f nefndinn áttu sæti
Erlingur Friðjónsson, Jakob Líndal og Þorkell Þorkelsson,
er var formaður félagsins mörg ár. Voru tillögurnar ræki-
legar og beindust að því, að hagarnir yrði bættir með fram-
ræslu og áveitum, að gert yrði við gamla uppistöðugarða og
vatn látið standa í hólfunum hæfilega djúpt nægilega langan
tíma. Enn fremur var samþykkt að afgirða svæði í bæjarland-
inu heiman Glerár til hestabeitar, en einungis handa þeim
hestum, sem hafðir sé til daglegrar brúkunar og handa ferða-
mannahestum næturlangt. Öllum öðrum hestum bæjar-
manna sjái bæjarstjórnin fyrir landi annars staðar, t. d. í
landi bæjarins utan Glerár.
Árið 1915 ganga þeir í félagið Jón Bæring Rögnvaldsson
ökumaður, Eggert Reinholt verkamaður og Guðmundur
Ólafsson timburmeistari.
Samkv. jarðabótaskýrslu framlagðri á fundi í febr. 1916
eru unnin jarðabótadagsverk í félaginu árið 1915 alls 917,66.
Samþ. að útbýta 14 aurum á dv. Mestur jarðabótamaður var
nú Hallgrímur Kristinsson (189 dv.), Axel Schiöth með 116
dv., Jakob Líndal með 113 og Pálmi Jónsson með 77 dv.
Á febr.fundi 1916 kosin nefnd til þess að semja tillögur
um umbætur í bæjargirðingunum og um endurbætur á
svarðarlandinu. Kosnir Sigurður járnsm., Erlingur Frið-
jónsson og Axel Schiöth. Á aðalfundi s. á. er skorað á bæjar-
stjórnina að sjá um fullkomna girðingu um bæjarlandið.
Á aðalfundi 1917 er Jóni Friðfinnssyni veitt 22 kr. verð-
laun fyrir framúrskarandi dugnað í jarðabótum.1)
1) Afrek Jóns og Magnúsar í Garði um landrækt eru aðdáunarverð, þegar
þess er gætt, að þeir unnu mikið í hjáverkum að þessu og með þeim ófull-
komnu tækjum, sem þá voru.