Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 44
46
tillögur liggja fyrir svo snemma, að Búnaðarþing gæti geng-
ið frá málinu áður en ný verðskráning skyldi fram fara.
Flest samböndin gerðu ályktanir um málið og hölluðust
þau yfirleitt að þeirri stefnu, sem hafði verið ráðandi á Bún-
aðarþinginu, en áður en Búnaðarþing gat komið saman og
tekið málið til afgreiðslu gerðist það, að stjórn Búnaðarsam-
bands Suðurlands sendir út bréf til allra búnaðarfélaga á
landinu og boðar kosningar til nýs stéttarsambands, er skyldi
fjalla um verðlagsmálin og önnur hagsmunamál bænda. Var
vandlega sneytt hjá að hafa um þetta nokkurt samráð eða
samvinnu við Búnaðarfélag íslands, eða að ræða um þetta
tiltæki við stjórn félagsins. Allt undirbúningsstarf Búnaðar-
þingsins var að engu haft. Mun þetta makalausa frumhlaup
ætíð verða glöggt dæmi þess, hvernig nokkrir ofstopamenn
geta, með vanhugsuðu valdabrölti, baktjaldamakki og klofn-
ingsiðju, stofnað hagsmunum heillar stéttar í voða.
Það má deila um það, hvort heppilegra sé að Búnaðarfé-
lag íslands annist hagsmunamál bænda eða einhver önnur
stofnun því óháð, en hverja skoðun, sem við höfum á því
máli, réttlætir hún eigi þá aðferð, sem hér var viðhöfð, er
lýsir beinni óvild til Búnaðarfélagsins og mun líka hafa átt
að vera eins konar dulbúið vantraust á Búnaðarþing vegna
gerða þess í verðlagsmálunum haustið 1944.
Þeir, sem vilja hagsmunamál bænda í tengslum við Bún-
aðarfélagið, benda á eftirfarandi:
1. Það hefur áður verið reynt að stofna til óháðs hags-
munasambands með lélegum árangri.
2. Þótt sumir telji, að samvinna sú, sem óhjákvæmileg er
milli Búnaðarfélags Islands og ríkisstjórnarinnar, veiki fé-
lagið sem hagsmunasamband, þá getur hún líka verið ómet-
anlegur styrkur, stutt að gagnkvæmum skilningi á hags-
munamálunum, haldið kröfunum innan skynsamlegra tak-
marka og hindrað að samtökunum sé beitt af óbilgirni til
framdráttar einkasjónarmiðum og valdaspekúlöntum. Segja
má, að Alþingi geti svift Búnaðarfélagið rekstursfé og þann-