Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 99
102
reiknaðar á tvennan hátt, aðaltalan miðuð við raunveru-
lega vinnudaga, en svigatalan miðuð við fulla dagatölu, sem
er rekstrinum viðkomandi.
Við afköstin er það að athuga, að fyrir utan mismunandi
vélar, sem eru ólíkar að stærð og afköstum, er nokkuð mis-
munandi, hve margir menn hafa unnið með vélunum og
hve lengi er unnið daglega. Víðast má telja vinnudaginn 10
tíma, en út af þessu bregður til beggja átta. Sums staðar hafa
alltaf verið 3 menn við gröftinn, t. d. á Akranesi, en víðast
aldrei nema tveir í einu. Þar senr unnið hefir verið í full-
um tveimur vökturn — 10 —J— 10 tímar — er tala vinnudaga
tvöfölduð í samræmi við það, en hins vegar er ekki tekið
neitt tillit til þess þótt 3 menn hafi haft vaktaskipti að ein-
hverju leyti einhvern hluta sumars, og á sama hátt er það
ekki látið breyta neinu um talningu vinnudaga, hvort 2 eða
3 menn hafa unnið með vélunum án vaktaskipta. Þetta þarf
allt að liafa í huga, ef borin eru saman afköst vélanna á mis-
munandi stöðum.
Að mínu áliti ættu aldrei að vinna nema tveir menn í
einu við hverja vél, eða réttara sagt, annað hvort 2 eða 4,
eftir því hvort höfð eru vaktaskipti (bjartasta tíma ársins)
eða ekki. Það er óhagstætt og óþarft að hafa 3 rnenn við
gröftinn. En þess er um leið að geta, að mjög vel hentar,
þegar um tvo menn er að ræða, að haga því þannig, að þeir
þurfi ekki að merkja fyrir skurðum né stinga fyrir þeim —
það sé gert áður — og að sjálfsögðu eiga gröfumennirnir
ekki að tefja sig við gröftinn með því að annast sjálfir að-
drætti og þess háttar.
Með því að bera saman gröftinn í Svarfaðardal og á Akra-
nesi 1945, sést allvel, hversu lientar að hafa 2 eða 3 menn
við sömu vélina. I Svarfaðardal grafa 2 menn 52.753 rúmm.
á 147 dögum, og er það met. í Innra-Akraneshreppi vinna
3 menn við gröftinn og grafa 48.190 rúmm. á 150 dögum,
einnig ágæt afköst, en þeir eru það verr settir, að þeir þurfa
að annast alla aðdrætti sjálfir og njóta engrar eða mjög lít-