Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 53
55
aðarfélags íslands. Um þetta væri aðeins gott eitt að segja,
ef önnur málsmeðferð þessara háttvirtu þingmanna gæfu
ekki grun um, að þetta sé aðeins sagt í þeim tilgangi að
svifta Búnaðarfélagið umráðunr Búnaðarmálasjóðsins og
telja fólki trú um, að svo aumt sé Búnaðarþingið, að það
beri sig ekki eftir þeim fjárstyrk, sem liggi á lausu. Bún-
aðarfélagi íslands er sjálfsagt bezt að treysta varlega á þessa
fjárvon, en draga heldur ályktanir af fjármálaástandi því,
sem nú er ríkjandi á Alþingi.
Frumvarp til laga um Búnaðarmálasjóð fékk sæmilega
greiða afgreiðslu á Alþingi. Málið hafði líka fengið þann
undirbúning og undirtektir bænda um land allt, að Alþingi
átti örðugt með að snúast gegn því. Þó tókst andstæðingum
búnaðarsamtakanna, á síðustu stundu, að læða inn í lögin
því ákvæði, að fjárhagsáætlun sjóðsins skyldi háð samþykki
landbúnaðarráðherra.
Það er ntjög athyglisvert, hve sumir stjórnvitringar vorir
eru átakanlega skammsýnir. Séu þeir í stjórnaraðstöðu setja
þeir þau ákvæði hiklaust í lög, sem þeir mundu hamast gegn
í stjórnarandstöðu. Má benda á, að margir þeirra, sem nú
telja nauðsyn að landbúnaðarráðherra hafi úrskurðarvald
um notkun Búnaðarmálasjóðs, voru mjög andvíg því á-
kvæði, að sami ráðherra samþykkti val búnaðarmálastjóra,
er það var sett inn í jarðræktarlögin, og grunar mig, að
þessir sömu menn væru ekki eins ginkeyptir fyrir því að
fela landbúnaðarráðherra æðsta vald um ráðstöfun Búnaðar-
málasjóðs, ef Flermann Jónasson eða annar framsóknarmað-
ur sæti enn í því embætti. Þeir, sem snarsnúast þannig eftir
augnabliks viðhorfum og persónum, eru óhæfir löggjafar.
Sjónarsvið þeirra nær ekki út fyrir flokkshyggjuna og klíku-
skapinn. Þá skortir viðsýni og framsýni til þess að leggja
traustan grundvöll að varanlegri löggjöf.
íhlutun ráðherra um val búnaðarmálastjóra var numin
úr lögum, en íhlutun ráðherra um ráðstöfun Búnaðarmála-
sjóðs, sem enn er ekki úr lögum numin, er algerlega hlið-