Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 45
47
ig sveigt það til undirgefni, en á því tel ég litla hættu, því
það myndi valda ríkinu mestum vandræðum.
3. Óþægilegir árekstrar gætu orðið milli Búnaðarfélags
Islands og hagsmunasambands, er væri því algerlega óháð,
en það mundi aðeins veikja félagsleg samtök bænda og gera
óvönduðum mönnum fært að etja bændum gegn hver öðr-
um.
4. Það er eins auðvelt að losna við Búnaðarþingsfulltrúa,
sem brugðizt hafa trausti kjósenda sinna, eins og þótt þeir
væru fulltrúar óháðs bændasambands, því sömu aðilar kjósa
hvoru tveggja.
Mín persónulega skoðun er sú, að óbrotnasta, hagkvæm-
asta og sterkasta skipun þessara mála sé, að Búnaðarþing
fjalli um þau eins og önnur landbúnaðarmál, og þannig
hafði Búnaðarþingið hugsað sér og undirbúið framkvæmd
þeirra. Það urðu mér því og sjálfsagt fleirum mikil von-
brigði, að standa andspænis þeirri staðreynd, að stjórn
stærsta búnaðarsambands landsins sýndi svo lítinn þegnskap
og stéttvísi að vega aftan að búnaðarsamtökunum, þótt hún
mætti vita, að með því. væri undirbúningi þeim, er Búnaðar-
þing hafði gert áhrærandi hagsmunamál bænda og einkum
verðlagsmálin, stefnt i óefni.
Tvennt gat komið til álita. Búnaðarþing gat haldið sinni
stefnu óbreyttri, gefið út ávarp eða yfirlýsingu til bænda og
andmælt fundarboðun Sunnlendinganna, en bvatt bændur
til að standa fast saman um sitt eina rétta allsherjarsamband,
Búnaðarfélag Islands. Þótt fundarboðendurnir sunnlenzku
þá þegar hefðu haft úti nokkurn áróður víða um land,
mundi þetta hafa nægt til þess að sambandshugmynd þeirra
hefði orðið andvana fædd, eða svo vanburða, að hún fljótt
hefði lognazt út af, eins og landssambandið gamla. Þetta
mundi þó í bili hafa valdið alvarlegum tvískinnungi í sam-
tökum bænda og gat verið háskalegt, eða að minnsta kosti
mjög óheppilegt, eins og á stóð.
Hinn kosturinn, sá sem Búnaðarþingið valdi, var að reyna