Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 49
51
séu verðlagsmálin algerlega lögð í hendur bænda eða full-
trúa þeirra.
Það virðist nú mjög í móð, að hafa endaskipti á gömlum
rótgrónum hugtökum, þegar dylja þarf óvinsælar stefnur eða
athafnir. Hvorki er þetta stórmannlegt eða prúðmannlegt,
og svo klaufalegir geta þessir tilburðir orðið, að þeir blekki
engan, og svo fer, þegar reynt er að telja það hámark lýð-
ræðis, að einn ráðherra tilnefnir, að eigin geðþótta, 25 menn
til að ákveða verð á framleiðslu bænda. Það skiptir litlu
máli, þótt ráðherrann hafi sett sjálfum sér þau takmörk, að
menn þessir skulu valdir úr bændastétt, því þeir geta samt
aldrei orðið annað en fulltrúar þess ráðherra, er valdi þá.
Samkundur, bannig skinaðar, þekkiast vel í einræðisríkjum,
en munu ávallt illa séðar þar sem lýðræði ríkir, og það er
næstum ömurlegt að hlusta á forráðamenn íslenzka lýðveld-
isins keppast við að telja bændurn trú um, að betta séu þeirra
fulltrúar. Það gæti verið afsakanlegt, að ríkisstjórnin taldi
sig knúða til að skipa búnaðarráð með þessum hætti, en það
er óverjandi, að telja slíkt lýðræði og meðlimi Búnaðarráðs-
ins fulltrúa bænda.
Þá hefur verið reynt að fegra þessa aðferð með því, að
þessi skipan sé bændum hagstæðari en verðlagsnefndirnar
gömlu, en þá verðum við að athuga, hvernig þær urðu til.
Þær voru settar á laggirnar á sínum tíma af ríkisvaldinu til
þess að bjarga verðinu á landbúnaðarvörum frá algeru hruni
og vegna þess, að bændur höfðu þá envin allsherjar hags-
munasamtök, sem gátu haldið uppi verðlaginu og hindrað
skefjalausa samkeppni um markaðinn. Skipun þeirra var
bændurn yfirleitt ekki geðþekk, svo sem fjölmargar fundar-
samþvkktir báru vott um, en þeir sættu sig við þær sem bót
á óviðunandi ástandi og vegna þess, að þeir höfðu þá engin
heildarsamtök, sem gátu levst þær af hólmi. í þessum nefnd-
um voru þó fulltrúar tilnefndir af bændasamtökum, í Bún-
aðarráði engir. Eftir að sexmannaálitið kom til skjalanna,
4*